Skírnir - 01.09.2000, Page 185
SKÍRNIR
ÍSLAND OG UMHEIMURINN 1580-1630
421
Dönum ekki tekist að festa fyllilega í sessi hér á landi fyrr en undir lok 17.
aldar.
Sjórdn - Rán Jóns Gentilmanns
Sjórán eru fyrirferðarmikil í bókinni eins og titillinn gefur til kynna. At-
hyglisvert er hvað Helgi hefur fundið mikið af heimildum sem hann not-
ar til að „leiðrétta" íslandssöguna. Ræningjarnir í Bæ á Rauðasandi voru
ekki Hollendingar, eins og t.d. Björn Þorsteinsson fullyrti,37 heldur Eng-
lendingar. Helgi hefur lengi haft áhuga á ráni Jóns Gentilmanns í Vest-
mannaeyjum árið 1614. Hann hefur fundið merkileg skjöl um ránið, m.a.
vitnaleiðslur fyrir yfirflotadómstóli Breta (High Court of Admiralty)
sem varðveittar eru á ríkisskjalasafni Breta. Kemur í ljós, sagnfræðingum
sjálfsagt til skelfingar, að íslensku heimildirnar sem varðveitt hafa sagnir
af ráninu reynast afar ótraustar, t.d. Fitjaannáll og rit hins virta fræði-
manns séra Jóns Halldórssonar í Hítardal. Helgi tekur ránið til rækilegr-
ar endurskoðunar (bls. 107-49). Er skemmst frá því að segja að Jón hét
James, Gentilmann var Gentleman, sem var gamalt ættarnafn en ekki við-
urnefni sem hann hefði hlotið vegna kurteislegrar framkomu við „fróm-
ar‘‘ konur í Eyjum, eins og talið hafði verið. James Gentleman reyndist
vera frá Southwold og var „trúlega ... margreyndur skútuskipstjóri og ls-
landsfari" (bls. 140). Hann var ekki heldur fyrirliði ræningja heldur und-
irforingi hins illræmda sjóræningja Williams Clarks. Það er ennfremur al-
rangt hjá séra Jóni að ræningjarnir hafi haldið til Englands, náðst þar og
verið hengdir. James Gentleman kaus heldur að fara til náttúruperlunnar
Agadír í Marokkó, þar sem hann lifði í vellystingum (bls. 107-49). Helga
tekst auk þess að tengja þetta rán við allra frægasta ránið í íslandssögunni,
Tyrkjaránið, og telur mjög líklegt að Clark hafi dvalið á slóðum Tyrkja í
Barbaríinu veturinn 1613-1614 og Gentleman síðan slegist í för með hon-
um (bls. 144, 146). Clark var einn Englendinganna sem kenndu Tyrkjum
til verka „og það er varla tilviljun að Tyrkir skyldu fá augastað á Vest-
mannaeyjum árið 1627“, bætir Helgi við (bls. 148). Mikill fengur er að
sjóránsrannsóknum Helga en kannski ber síðastnefnda tilgátan vott um
nokkra óskhyggju af hans hálfu.
Friðsamleg samskipti
Þótt Helgi hafi lagt megináhersluna á að fjalla um fiskveiðar, verslun og
sjórán er ekki síður áhugaverð umfjöllun hans um friðsamleg samskipti
Islendinga og Englendinga. Hér er einungis rúm til að nefna örfá dæmi.
íslendingar fengu oft far með duggurum, og er Jón Indíafari sennilega
37 Björn Þorsteinsson 1976:128.