Skírnir - 01.09.2000, Blaðsíða 186
422
ANNA AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
frægastur þeirra. íslenskir hórdómsmenn fengu far en konum var hins
vegar vísað aftur í land þar sem Drekkingarhylur beið þeirra (bls. 268).
Margir fluttu til Englands. I skrám um greftrun í Southwold í Austur-
Anglíu kemur í ljós að þó nokkrir Islendingar hafa verið lagðir til hinstu
hvíldar í kirkju heilags Játmundar, m.a. „Magnús Island man“ árið 1603
(bls. 141-42). Menningartengslin voru einnig nokkur, t.d. þýddi hinn
þekkti fræðimaður Richard Hakluyt Brevis commentarius eftir Arngrím
lærða og gaf út í enskri þýðingu árið 1598 (bls. 274-75).38 Oft er Helgi þó
farinn að teygja sig út fyrir rannsóknartímabilið, t.d. með dæmum um
Brynjólf biskup og Pál í Selárdal sem voru uppi seinna á öldinni, sem gef-
ur þá villandi mynd af umfangi „friðsamlegu" samskiptanna.
Helgi er á þeirri skoðun að í ljósi framkomu Dana gagnvart Englend-
ingum í Vestmannaeyjum sé friðsemi Englendinga „athyglisverð“ (bls.
303). Hann spyr þeirrar áleitnu spurningar hvernig standi á því að ensk-
íslensk samskipti virðist almennt hafa verið „afar friðsamleg" á tímabilinu
1580-1630 (bls. 258). Erfitt er um þetta að dæma. Hver er mælikvarðinn?
Ránið í Bæ 1579, ránið í Vestmannaeyjum 1614, Tyrkjaránið þar sem
Englendingar voru meðal þátttakenda? Er einhver munur á þessari fram-
komu og tímabilinu á undan, ensku öldinni? I Lönguréttarbót, sem sam-
þykkt var 1451, lýsti Danakonungur „alla engelska menn og írska, sem til
Islands sigla, útlæga og friðlausa",39 og í Píningsdómi frá 1490 var útlend-
ingum bönnuð veturseta og að hafa Islendinga í þjónustu sinni.40 Þetta
ákvæði var ítrekað margsinnis og eru til heimildir fyrir því að Englend-
ingar hafi neytt eða ráðið íslendinga í vinnu til sín (bls. 252). Enska öld-
in var róstusöm, fólk var vegið, bæir brenndir og kirkjur rændar. Eng-
lendingar voru jafnvel taldir ræna íslenskum börnum (bls. 253-54).41 Þeir
losuðu sig einfaldlega við ósamvinnuþýða embættismenn, eins og t.d.
Hannes Pálsson hirðstjóra sem var árið 1425 tekinn fastur í Vestmanna-
eyjum og fluttur til Englands sem fangi. Verr fór fyrir Birni Þorleifssyni
hirðstjóra sem var drepinn á Rifi árið 1476. En af hverju, spyr Helgi,
hættu Englendingar að beita ofbeldi seint á 16. öld (bls. 95)?
Það er svolítið mótsagnakennt að velta fyrir sér friðsemd í bók sem
hefur sem aðalviðfangsefni sjóræningja og tengsl þeirra við ísland. Sjórán
eru samkvæmt skilgreiningu ekki friðsamleg fyrirbæri. En Helgi efast
ekki um að friðsamleg samskipti hafi aukist og til að skýra þetta bendir
hann á að Danir sendu herskip til eftirlits við Island og ennfremur gátu
þeir beitt gegn Englendingum frekar óvenjulegu vopni, sem Björn Þor-
38 Seaton 1935:10-11.
39 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir 1990:77.
40 Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir 1990:114.
41 Björn Þorsteinsson 1970:101-103; Helgi Þorláksson 1983.