Skírnir - 01.09.2000, Síða 187
SKÍRNIR
ÍSLAND OG UMHEIMURINN 1580-1630
423
steinsson benti á og útskýrði, en Helgi kallar „kenninguna um Eyrar-
sundslásinn". Danir réðu Eyrarsundi en Englendingar sóttu timbur og
aðrar nauðsynjar í stríðsrekstur sinn til landa við Eystrasalt. Auðvelt var
að stöðva þá í Eyrarsundi ef þeir hegðuðu sér illa á íslandi. Áhugavert er
að Helgi hefur fundið atburð sem hann lýsir og gerðist árið 1591, sem
styður þessa þekktu kenningu Björns (bls. 37-38). Danska ríkisvaldið var
aldeilis að sækja í sig veðrið.
Helgi telur víst að vinátta hafi myndast milli Islendinga og þeirra
1.250-1.500 Englendinga sem voru hér við veiðar á ári hverju. Englend-
ingar voru ekki einungis í Eyjum, heldur einnig undir Jökli, á Tálknafirði
og Dýrafirði og austur í Loðmundarfirði (bls. 196), sem sagt meira eða
minna um allt land. Almennt hafi samskipti Islendinga og enskra sjóara
„verið allmikil og oft náin“ (bls. 277) og því hafi ekki verið ástæða til að
grípa til ofbeldis. Hins vegar má ekki gleyma að Englendingar beittu ís-
lendinga oft því sem ég myndi skilgreina sem ofbeldi. Sem dæmi má
nefna að írar og Englendingar rændu árið 1667 á Austfjörðum, m.a.
kirkju í Loðmundarfirði og „tóku allt það þeir fundu fémætt, bæði föt
og allt, færðu menn úr fötum og slepptu þeim næsta nöktum“.42 Þeir
drápu þá þó ekki. Á tímabili Napóleonsstyrjalda var það raunar aðeins
danski stiftamtmaðurinn, Trampe greifi, sem hafði ástæðu til að kvarta
undan ofbeldi. Hann var handtekinn eins og Hannes Pálsson forðum,
látinn dúsa í þröngri káetu um borð í verslunarskipi í Reykjavíkurhöfn í
níu vikur, og fluttur síðan sem fangi til Englands. Hins vegar er enginn
vafi á því að Englendingar urðu æ kurteisari eins og siðmenntuðum
þjóðum sæmir. Valdaræningjarnir 1809 buðu Reykvíkingum á böll,
Gilpin, sem rændi Jarðarbókasjóðnum 1808, lét einkaeignir íslendinga í
friði og þegar hann kom við í Vestmannaeyjum (þar sem allir íbúarnir
höfðu flúið upp í fjöll, felmtri slegnir) fann hann brennivín og skonrok í
verslunarhúsum Dana, neytti þeirra á staðnum en skildi peninga eftir.43
Bresk yfirvöld fordæmdu jafnan þau ofbeldisverk sem framin voru á ís-
landi. Jarðarbókasjóðnum var skilað aftur, valdaræninginn Jörgen Jörg-
ensen var snarlega handtekinn er hann kom til Lundúna eftir ævintýri
sumarsins 1809 og varpað í fangelsi og yfirmaður hans, sápukaupmaður-
inn Phelps, mátti þola ákúrur og opinberar ákærur lögfræðinga hans há-
tignar Bretakonungs.44 Burtséð frá sjóránunum er hægt að fallast á þá
kenningu Helga að ofbeldi hafi minnkað í samskiptum íslendinga og
Englendinga á tímabilinu 1580-1630.
42 Annálar 11:211-12 (Fitjaannáll). Sbr. Sverri Jakobsson 1994:42.
43 Anna Agnarsdóttir 1991:67.
44 Anna Agnarsdóttir 1989:158-66.