Skírnir - 01.09.2000, Page 188
424
ANNA AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Einangrun Islands
Rit Helga er mikilvægt framlag til skoðanaskipta sagnfræðinga um „ein-
angrun Islands". Helgi leggur sig fram við að tengja Islandssöguna við
sögu umheimsins. Islenskir fræðimenn hafa lengi haldið fram þeirri kenn-
ingu að Island hafi verið einangrað land fyrr á öldum. Þetta var skiljanleg
afstaða í sjálfstæðisbaráttunni og þá var heppilegt að fullyrða að einokun
og kúgun Dana hafi haldið þjóðinni í einangrun frá umheiminum. I
nýjasta hefti Sögu notar Gísli Gunnarsson enn hugtakið „einangrun þjóð-
arinnar í aldanna rás“,45 en að hans mati jukust samskiptin við umheim-
inn ekki fyrr en á seinni hluta 18. aldar. Ef Alþingisbókum og annálum er
flett fæst hins vegar mynd af samfélagi í dágóðum tengslum við umheim-
inn.46 I Eyrarannál stendur við árið 1702, sem er á miðju einokunartíma-
bilinu: „Komu dönsk kaupför í allar hafnir kringum landið; einninn
komu og hollenzkir fiskarar og franskir og spanskir hvalamenn, en engir
engelskir duggarar."47 Nei, þetta ár voru engar enskar duggur á ferðinni
og það þóttu tíðindi. Þeirra var vænst. Dæmið sýnir þann alþjóðlega blæ
sem hlýtur oft að hafa verið á íslenskum höfnum. Og ef við lítum á
ástandið hið fræga ár 1627, í lok rannsóknartímabils Helga, þá verður
ekki annað sagt en að líflegt hafi verið á Islandsmiðum og í landi. Um 150
ensk fiskiskip voru í Islandsflotanum það ár auk verndarskipa sinna,
Frakkar voru að bræða hval við Látrabjarg (bls. 215) og Tyrkir voru að
ræna fólki á Austfjörðum, í Grindavík og Vestmannaeyjum.
Erlendir fræðimenn hafa sýnt sögu milliríkjasamskipta íslands mikinn
áhuga og hafa íslenskir fræðimenn notið góðs af þeim rannsóknum eins
og vera ber í hinu alþjóðlega fræðimannasamfélagi samtímans. Margir
hafa skrifað um Islandsveiðar Englendinga og var brautryðjandinn þar E.
M. Carus-Wilson, sem birti rannsóknir sínar fyrst 1933.48 Einnig má
nefna Wendy R. Childs, sem sýndi fram á mikilvægi Islandsverslunarinn-
ar fyrir Hull á miðöldum.49 Kirsten A. Seaver hefur einnig fjallað ýtarlega
um tengsl íslands við Grænland.50 Helgi telur mest gagn í ritum Johns
45 Gísli Gunnarsson 2000:90. Gísli er að fjalla um sjúkdóma en hann líkir íslend-
ingum við frumbyggja Ameríku hvað varðar t.d. mislingafaraldra. Hins vegar
er ljóst að plágan mikla og aðrar sóttir bárust hingað eins og til annarra staða í
Evrópu.
46 Anna Agnarsdóttir 1995.
47 Annálar 111:413. Sbr. Onnu Agnarsdóttur 1995:70. Hins vegar má túlka þetta á
annan hátt, eins og Sverrir Jakobsson gerir: „Hundrað árum eftir upphaf ein-
okunar ... voru Danir loksins lausir við sinn forna keppinaut af íslandsmið-
um“, 1994:47.
48 Carus-Wilson 1933.
49 Childs 1990 og 1995.
50 Seaver 1996.