Skírnir - 01.09.2000, Page 190
426
ANNA AGNARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Elísabetar drottningar árið 1597 í þeirri von að ná sáttum í deilunum. Þá
fór drottning að tala máli eiginkonu manns sem hafði týnt bæði skipi og
lífi eftir átök sem urðu við Vestmannaeyjar, „drottningu var heitt í hamsi
vegna átaka við Eyjar og var reið Dönum fyrir yfirgang þeirra sem hún
taldi vera“, skrifar Helgi (bls. 57-58).
Aðrir frægir garpar sem sóttu íslendinga heim á tímabilinu var hinn
þekkti landkönnuður Henry Hudson, sem væntanlega aflúsaði sig í Lousy
Bay, öðru nafni Tálknafirði, í leit sinni að norðvesturleiðinni til Austur-
landa árið 1610 (bls. 99). Aðrir þekktir landkönnuðir lögðu leið sína
norður til Islands, t.d. Frobisher 1577, þótt ekki sé víst að hann hafi kom-
ið í land, og John Davis (sbr. Davis Straits) árið 1586 og er jafnvel „vel
hugsanlegt að pílagrímafarið Mayflower hafi margoft tekið höfn í Eyjum
á bilinu 1609-23“ (bls. 230). Ekki fer á milli mála að ísland hefur gegnt
ákveðnu hlutverki í Evrópusögunni.
Frásagnarstíll eða fraðilegur stíltt
I riti Helga er enginn „leiðinlegur“ inngangskafli. Bókin hefst á spenn-
andi lýsingu á ósigri flotans ósigrandi, sem hann síðar tengir við sjóhetj-
urnar á íslandsmiðum. Helgi vill „rekja atburðasögu í frásagnarstíl", hann
vill segja sögu (bls. 313). Það tekst honum yfirleitt mjög vel, og þegar
honum tekst best fer hann á flug og lesandinn með honum. Elísabet I og
Kristján IV verða ljóslifandi persónur, svo að dæmi séu tekin. Við erum
þátttakendur í ránunum í Bæ á Rauðasandi 1579 og í Vestmannaeyjum
árið 1614. Við höldum á fund Elísabetar I árið 1597 og erum vitni að því
þegar hún á sjötugsaldri „spaugsöm og spræk ... dansaði af list við eftir-
læti sitt um þær mundir, hinn mikilláta Essex jarl“ (bls. 60).
Helgi kýs að halda „fræðilegri umræðu í lágmarki" (bls. 313). Mark-
hópurinn er þjóðin í heild en ekki fræðimenn sérstaklega. Það er væntan-
lega skýringin á því hversu oft skortir tilvísanir í heimildir. Eru sagnfræð-
ingar að fara inn á réttar brautir með þessu? Þolir „almenningur“ ekki
fræðilega umræðu? Vill „almenningur“ ekki velta hlutunum fyrir sér?
Fæla ýtarlegar tilvísanir almenning frá sögulestri? Að gera grein fyrir
heimildum sínum er lykilatriði í sagnfræði. Svo má spyrja hvort samsett
tilvísana- og heimildaskrá sé heppileg fyrir bók af þessari stærðargráðu.
Lokaorð
Það virðist óvefengjanlegt að ensk-íslensk samskipti á tímabilinu 1580-
1630 hafi verið mikil. En voru þau slík að þetta tímabil jafnist á við tíma-
bilin fjögur sem nefnd voru í upphafi, þegar Island var ótvírætt á ensku
áhrifasvæði?