Skírnir - 01.09.2000, Síða 191
SKÍRNIR
ÍSLAND OG UMHEIMURINN 1580-1630
427
Þessu verður að svara neitandi. íslendingar lutu stjórn Dana á tímabil-
inu 1580-1630. Sú krafa Elísabetar drottningar árið 1585 að Englending-
ar væru löghlýðnir á Islandi og gerðu ekkert á hlut danskra þegna þar í
landi vegur þungt. Ástæðan, eins og sýnt hefur verið fram á, var einkum
hagsmunir Englendinga á hinni mikilvægu siglingaleið þeirra í Hvítahafi
„og svo ekki síður ótti við danska flotann". Það verður að teljast nokkur
nýlunda að enska flotaveldið hræddist danska flotann. Englendingar voru
í stríði við Spánverja og gátu ekki átt á hættu að fá danska flotann í bak-
ið, eins og Helgi segir (bls. 305).
Kristján IV kom á fiskveiðilögsögu í lok 17. aldar, eins og þegar hefur
verið rakið. Danakonungur sigraði í viðureigninni um Islandsverslunina.
Englendingar hrökkluðust frá Vestmannaeyjum þar sem þeir höfðu bæði
stundað veiðar og verslun. Dönsk herskip voru nú á sveimi á miðunum.
Meðan ísland var á bresku áhrifasvæði réðu Bretar íslandsversluninni. En
á 17. öld neyddust þeir til að stunda launverslun. í Napóleonsstyrjöldun-
um varð breski flotinn allsráðandi á Atlantshafi, Danir misstu flota sinn í
hendur Englendinga, sem beittu honum gegn Napóleon. Danir höfðu
ekki tök á að koma þegnum sínum til hjálpar og Island var þá alfarið á
bresku yfirráðasvæði. Frá 1807 til 1814 var íslandsversluninni algjörlega
stjórnað af breska verslunarráðuneytinu og haft undir ströngu eftirliti
breska flotans. Meira að segja var enskur ræðismaður, John Parke, skip-
aður til að fylgjast með versluninni og urðu íslendingar að „láta svo allt
vera sem Enskir vildu ... “, skrifaði Jón Espólín.59 í fyrri heimsstyrjöld
töldu Bretar enn á ný nauðsynlegt að skipa ræðismann hér, Eric Grant
Cable, til að fylgjast með og stjórna utanríkisverslun Islands,60 „veltu
menn því jafnvel fyrir sér, hvort Bretar væru að undirbúa töku íslands og
Cable átti að vera hér allsráðandi."61
Aldrei var rætt um að innlima ísland á tímabilinu 1580-1630. Það var
lengi trú manna að Englendingar slægju eign sinni á ísland ef tækifæri
gæfist. Þegar árið 1420 var Eiríkur af Pommern varaður við þeirri hættu
að ísland gengi undan dönsku krúnunni ef siglingar Englendinga yrðu
ekki heftar.62 Á 16. öld voru dönsku kóngarnir Kristján II og III áfram
um að selja Hinrik VIII ísland, en hann sýndi þeirri málaleitan lítinn
áhuga.63 Ekki fara neinar sögur af áhuga Englendinga á því að eignast Is-
land fyrr en seint á 18. öld. Þá voru uppi mörg áform um innlimun íslands
í Bretaveldi, annaðhvort með því að skipta á íslandi og arðsamri eyju í
Karabíska hafinu eða að hertaka landið þegar ófriður var milli Dana og
59 Jón Espólín 1855:52.
60 Sólrún B. Jensdóttir 1980:25.
61 Sólrún B. Jensdóttir 1980:15.
62 Björn Þorsteinsson 1970:59.
63 Björn Þorsteinsson 1959:170-92.