Skírnir - 01.09.2000, Síða 196
432
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
evrópskri miðaldahefð en ekki klassískri fornöld, og að þeir gerðust þjóð-
ernissinnar - og raunar baráttumenn fyrir þjóðfrelsi.
Bókin Arfur og umbylting er í rauninni í senn umfangsmikil og tak-
mörkuð rannsókn. Þetta kann að hljóma eins og þversögn, en mun brátt
skýrast betur. Höfundur segir í inngangi (bls. 14) að rit hans sé „fyrsta
heildstæða rannsóknin sem gerð er á viðtökum norrænna fornbókmennta
í íslenskri ljóðagerð 19. aldar“. Ritið uppfyllir ekki þessi fyrirheit. Ef svo
væri þyrfti að kanna ljóð allra skálda er unnu úr efniviði fornbókmennta
á 19. öld, allt frá Bjarna Thorarensen til Hannesar Hafstein og jafnvel
Stephans G. Stephanssonar. Þess í stað einskorðar höfundur sig við róm-
antík, eins og undirtitill bókarinnar greinir, og reyndar við fjögur róman-
tísk ljóðskáld: Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Benedikt Gröndal og
Gísla Brynjúlfsson. Enda segir höfundur á bls. 22 að hann hafi tekið þann
kost að „afmarka rannsóknina við nokkur skáld og nokkur verk“. Spyrja
má hvort ekki hefði átt að gefa meiri gaum að ljóðum Bjarna Thoraren-
sen, og verður nánar vikið að því síðar. Sveinn Yngvi réttlætir takmörkun
sína með því að rannsóknarefnið sé „hefð sem er í senn rómantísk og
lærð. Hefðin lýsir sér í því að menntamenn yrkja ljóð með hliðsjón af
fornum skáldskap og erlendum lærdómi. Alþýðuskáldin tilheyra því ekki
þessari hefð, jafnáhugaverð og þau annars eru“ (bls. 25). Bent er á skrif
Jónasar Hallgrímssonar gegn rímnakveðskap Sigurðar Breiðfjörð og að
Grímur Thomsen hafi í raun ort Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði
Dofradóttur gegn Símoni Dalaskáldi. Hinu má þó ekki gleyma að rímna-
skáldin unnu á sinn hátt úr fornum efniviði, þótt segja megi að sjálfsögðu
að það hafi frekar verið endursögn en sjálfstæð túlkun.
Almennt séð birtast í ritinu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar
á því hvernig áðurnefnd fjögur skáld vinna úr íslenskum bókmenntaarfi
miðalda til að kynna samlöndum sínum nýjar - og stundum byltingar-
kenndar - pólitískar hugmyndir. Sýnt er fram á hvernig víxlverkandi áhrif
milli fornbókmennta og samtíðarviðburða tvinnast saman í ljóðum þess-
ara skálda (og reyndar líka stundum í ritum í óbundnu máli). Þessu lýsir
Sveinn Yngvi er hann birtir rannsóknartilgátu sína í lok inngangs (bls.
26-27): „Rannsóknartilgáta mín er í stuttu máli sú að arfur miðalda og
samtíð skáldanna séu í gagnvirkum tengslum í íslenskri rómantík.“ Höf-
undur hefur mikla og góða yfirlitsþekkingu á viðfangsefninu. Heimilda-
skrá sýnir að hann hefur ekki sparað sér fyrirhöfn til að grandskoða til-
tæk rit, mikinn fjölda prentaðra frumheimilda og handrita, og eftirheim-
ildir. Þó má spyrja hvers vegna ekki er þar að finna bók Kristins E.
Andréssonar, Ný augu. Tímar Fjölnismanna (1973), þar sem ekki hefur í
raun verið skrifað svo mikið um Fjölnismenn.
Umfjöllun Sveins Yngva um Fjölnismenn og Jónas Hallgrímsson
byggir á óprentaðri MA-ritgerð hans frá árinu 1993, Bragarhattir og bók-
menntagreinar í kvxðum Jónasar Hallgrímssonar, og öðrum greinum