Skírnir - 01.09.2000, Qupperneq 199
SKÍRNIR
ARFUR OG UMBYLTING
435
Nú er flag
Fljótshlíð orðin,
íturvæn
er áður þótti,
í fjalla-aur
fætur hyljast,
á grænum fyr
sem grundum stóðu.
Gunnar hám
af haugi lítur
slóðir, fagrar fyr,
fölar orðnar,
og iðrast nú
að aptur hvarf,
að bera bein
blá við hrjóstur.3
Nú get ég ekki fullyrt að Jónas hafi þekkt þessi erindi, en það er athyglis-
vert að bera saman ólík viðhorf Bjarna og Jónasar. Ef sögnin um Gunn-
arshólma er ekki uppspuni Jónasar sjálfs hefði Bjarni átt að þekkja til
hennar, því hann ólst upp á Hlíðarenda og var sýslumaður Árnesinga
1820-1822.1 annarri vísu, er Bjarni orti er móðir hans skrifaði honum að
Þverá væri að brjóta í landi Hlíðarenda, vonar hann að Gunnar beiti at-
geir sínum úr gröfinni til að bægja ánni frá, og í enn annarri vísu líkir hann
eyðingunni við eyðingu asks Yggdrasils.4 Bjarni Thorarensen gerði því
hvort tveggja, að endurnýja forna bragarhætti og vinna úr fornu efni og
tengja við samtíma sinn. Þess vegna finnst mér að höfundurinn hefði átt
að fjalla miklu meira um hann í riti sínu en raun ber vitni.
Það sem ég saknaði í greiningu Gunnarshólma bætir Sveinn Yngvi
fyllilega upp í umfjöllun sinni um Hulduljóð, sem hann telur umdeildasta
kvæði Jónasar, en ýmsir frumlegasta og metnaðarfyllsta kvæði hans, og
raunar kallar Páll Valsson þau ófullkomin drög. Sveinn Yngvi skilgreinir
Hulduljóð sempastoral elegíu, sveitasælu-harmljóð eða hjarðljóðaraunir,
eins og Páll Valsson orðar það. Þessa bókmenntagrein telur Sveinn Yngvi
að Jónas hafi að fyrirmynd, og skýri það byggingu kvæðisins, sem mörg-
um hefur þótt ærið brotakennd, með innskotum og útúrdúrum. Megi því
skýra ýmis atriði í byggingu Hulduljóða „með því að Jónas staöfæri venj-
ur úr erlendri bókmenntahefð og semji þær að þörfum sínum“ (bls. 105).
Ljóst er að þótt hér hafi verið látinn í ljós efi um hina miklu áherslu á
formgerð í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, bókmenntagreinar og hátt-
brigði, þá sýnir Sveinn Yngvi góðan skilning á verkum hans og rekur á
sannfærandi hátt þróunina í ljóðagerð hans.
I næstu tveimur köflum, 4. og 5. og að nokkru leyti í 7. kafla, er fjall-
að um Grím Thomsen og ljóðagerð hans og hún skoðuð „í ljósi ritgerða
hans um fagurfræðileg efni“ (bls. 112). I fjórða kaflanum er gerð góð
grein fyrir þessum ritum og vel rakin afstaða Gríms til fagurfræði Hegels
og hvernig hann síðar varð henni fráhverfur. Þá er skýrlega dreginn fram
sá afstöðumunur Gríms og Fjölnismanna, að Grímur hugsar ekki aðeins
3 Kvœði Bjarna Thorarensens, Kaupmannahöfn 1847, bls. 57.
4 Sama rit, bls. 58.