Skírnir - 01.09.2000, Page 202
438
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
að hætti dróttkvæðaskálda miðalda og norrænna alþýðukvæða. Þetta er
alveg eftir kenningum Gríms um hið hrjúfa form norðursins þar sem and-
inn er yfirskipaður og vegsömun hans á ómstríðum kveðskap skálda á
borð við Hallgrím Pétursson og Bjarna Thorarensen" (bls. 153). Segir
hann að í heild séu „dæmi um ýmiss konar hálfrím hátt á annað hundrað"
(bls. 154) og jafngildi því „að hálfrím af einhverju tagi komi fyrir í tveim-
ur erindum af hverjum þremur“ (bls. 154) eða í um 70% erindanna. Með
samanburði við önnur kvæði Gríms verður að játa að þótt hann hafi jafn-
an haft orð á sér fyrir að vera stirðkvæður, þá er þetta meira en svo að
afgreitt verði sem klaufaskapur. Svo stirðkvæður er Grímur ekki, og
reyndar eru til kvæði eftir hann sem bera vott um hið gagnstæða, t.d.
kvæðið Huldur og áðurnefnd Haustvísa.
Athyglisverð er einnig sú tilgáta sem Gísli Jónsson hafði varpað fram
í námsritgerð sinni í spurnarformi, „hvort ekki gæti verið að kvæðið væri
eins konar svar Gríms við Pétri Gaut“ (bls. 168) án þess að svara henni.
Sveinn Yngvi leitar hins vegar svars og kemst að þeirri niðurstöðu að þótt
Grímur og Ibsen eigi það sameiginlegt „að nota tröllin í Dofrafjöllum
sem myndhverfingu ákveðinnar heimspeki eða lífsviðhorfs í samtíman-
um“ (bls. 172), þá verði tröllin í kvæði Gríms „tákn náttúrlegrar lífheild-
arhyggju í stað þeirrar afdalamennsku og einangrunarstefnu sem þau
standa fyrir í verki Ibsens“ (bls. 172). Telur hann að Grímur hafi „algjör
endaskipti á þeim gildum sem einkenndu tröll og menn í Pétri Gaut“ (bls.
173). Ennfemur segir Sveinn Yngvi: „Ibsen er fríþenkjari, róttæklingur
sem afneitar fornum hefðum og gildum; Grímur íhaldsmaður sem veg-
samar hefðina og ætlar henni hlutverk í nútímanum. Tekist er á um þjóð-
ernislega rómantík; Ibsen hæðist að henni í mynd afdalatröllanna, en
mynd þeirra er hins vegar jákvæð í verki Gríms. Túlkunarglíma þeirra um
tröllin í Noregi er því bæði pólitísk og heimspekileg" (bls. 172-73). Rétt
er að geta þess að þótt Grímur sé íhaldssamur og virði hefðir hikar hann
ekki við að breyta sögunni sem liggur til grundvallar kvæðinu. Hins veg-
ar er erfitt að taka afstöðu til þess hvort Grímur er meðvitað að yrkja
gegn Ibsen, eða hvort ólík lífsviðhorf þeirra leiði blátt áfram til ólíkrar
niðurstöðu - þó svo að Sveinn Yngvi bendi á að Ibsen hafi orðið tengda-
sonur barnsmóður Gríms, Magdalene Thoresen - og hann hafi því haft
persónulegan áhuga á þessum norska skáldbróður sínum (bls. 171).
Hér vaknar sú spurning hvers vegna svo miklu rými er varið í umfjöll-
un um tvö kvæði um Hákon jarl og Búarímur, sem ekki voru prentaðar
fyrr en í byrjun 20. aldar, en lítt eða ekkert fjallað um önnur fræg kvæði
Gríms, þar sem unnið er úr fornum yrkisefnum. Nefna má kvæðin
Ásareiðin, Halldór Snorrason, Starkaður, Heimir, Sköfnungur, Sverrir
konungur - og síðast en ekki síst kvæðaflokkinn Islenskar konur.
Þá er að geta um Napóleonskvæði Gríms Thomsen, er hann hóf að
yrkja á dönsku tvítugur að aldri og fjallað er um í 7. kafla, bls. 207-13.