Skírnir - 01.09.2000, Side 203
SKÍRNIR
ARFUR OG UMBYLTING
439
Hér virðist mér höfundur aftur gefa mikinn gaum af litlu tilefni. Þetta átti
að verða mikill kvæðabálkur, en varð tæpast nema tilhlaup - þrjú kvæði:
Corsica, Nativitet og Napoleon paa Simplon, varðveitt í eiginhandarriti á
Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og birtust ekki á prenti fyrr
en 1936. Þau hafa með öðrum orðum verið alls kostar ókunn á 19. öld og
hreint engin áhrif haft, hvorki fyrr né síðar. I þriðja kvæðinu telur Sveinn
Yngvi að Grímur hafi haft í huga málverk það af Napóleon eftir J. L.
David er prýðir kápu bókarinnar og áður er vikið að.
I 6. kafla bókarinnar, sem nefnist „Gröndal og Freyja", er einkum fjall-
að um afstöðu Benedikts Gröndals til goðsagna og úrvinnslu í skáldskap.
Ekki get ég fallist á þá skoðun höfundar í upphafi kaflans (bls. 176) að
Gröndal megi heita „einn af fáum nafngreindum fornsagnahöfundum
okkar“ þótt hann hafi skrifað hefðbundna riddarasögu. Ef ég tæki mig nú
til og skrifaði hefðbundna riddarasögu, þá yrði hún ekki „fornsaga“.
Hugtakið fornsaga er í mínum huga saga sem rituð var til forna, ekki saga
um fornt efni.
Eftir að hafa farið nokkrum orðum um Heljarslóðarorrustu kemst
höfundur að þeirri niðurstöðu að þetta rit sýni „mjög markvissa listræna
aðferð: gömul bókmenntaform eru endurvakin til þess að varpa nýju ljósi
á samtímann" (bls. 178). Og þetta kemur auðvitað heim og saman við
rannsóknartilgátu Sveins Yngva um gagnvirkni arfs miðalda og samtíma
skáldanna - nema hvað Heljarslóðarorrusta er vitaskuld rit í óbundnu
máli, ekki kvæði. Hann bendir raunar á að minna beri „á endurvöktu
formi eða bókmenntagreinum" í Ijóðum Gröndals, „en því meira á göml-
um minnum og goðsögnum" (bls. 179).
Því næst eru teknar til athugunar goðsagnir og fræði og rakið hvernig
Carl Gustav Jung og Northrop Frye leggja áherslu á frumminni eða
erkitýpur og skoðanir Hardings á viðtöku goðsagna í enskri rómantík.
Vikið er að S. T. Coleridge og bent á skyldleika við Gröndal: báðir „túlk-
uðu og endurtúlkuðu goðsagnir á fræðilegan og skáldlegan hátt í verkum
sínum“ (bls. 181). Eg er ekki viss um nauðsyn þess að fjalla í framhaldi
um misheppnaðar rúnarannsóknir Finns Magnússonar, þótt rétt sé að
ámálga þátt Oehlenschlágers og Grundtvigs í umræðu um norrænar
goðsagnir, enda segir höfundur að Gröndal hafi þegið í arf þá „sérstöku
hefð þar sem mjótt er á mununum milli fræða og skáldskapar" (bls. 183).
Rétt er sömuleiðis að víkja að „eftirlætisefni" Gröndals, sem svo er kall-
að, og tengist goðafræðinni. Það eru hinir svonefndu hyperborear eða
„lýsingar forngrískra og rómverskra rithöfunda á þeim mönnum sem
sagðir voru búa í norðrinu“ (bls. 184), enda birti hann bæði grein um
þetta efni 1871 og vék að því fyrr í formála að Ijóðabálkinum Ragna-
rökkri (1868).
Þessi umræða er eins konar inngangur að meginefni kaflans, sem snýst
ekki aðeins um skilning og úrvinnslu Gröndals úr goðafræði, heldur fyrst