Skírnir - 01.09.2000, Page 204
440
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
og fremst um kveðskap hans um Freyju, eins og heiti kaflans segir raun-
ar fyrir um. Enda segir höfundur (bls. 187) að þótt „Gröndal setji sig oft
í gagnrýnar stellingar gagnvart goðsögnunum er virðing hans fyrir Freyju
slík að það líkist einna helst átrúnaði“. Um er að ræða tvö kvæði er heita
Venus og Freyja og Brísingamen. Sveinn Yngvi greinir bæði kvæðin
vandlega og ýtarlega - mætti jafnvel segja óþarflega ýtarlega í stöku atrið-
um, eins og t.d. um Freyjukettina. Eins og nafnið bendir til er Venus og
Freyja eins konar samanburður á suðrænum og norrænum goðum, og
þess er einnig getið að Gröndal hafi blandað „saman goðsögnum Suður-
og Norðurlanda í fleiri ljóðum“ (bls. 189) - eins og í kvæðinu mikla um
Promeþeif. Eftirtektarvert er að „hin norræna gyðja ástarinnar [er] bein-
línis látin taka við af hinni suðrænu sem sögð er dáin“ (bls. 189). I Brís-
ingameni kemur gríski guðinn Apollon einnig við sögu, en þar bendir
höfundur einnig á athyglisverða líkingu með þessu kvæði og kvæða-
flokknum Nordens Guder eftir Oehlenschláger.
Allt er þetta vel og skilmerkilega gert, eins og áður er getið, ekki síst
þegar rætt er um hvernig Gröndal blandar sér í „orðræðu um ástina sem
birtist í mörgum verkum 19. aldar" (bls. 199). Höfundur tekur fram að
lestur sinn á kvæði Gröndals um Brísingamen sé á sinn hátt allegorískur,
„en Gröndal [gefi] slíkri allegoríu undir fótinn, bæði í prentuðum athuga-
semdum sínum ... og spássíuskrift í eiginhandarritum" (bls. 204). Hins
vegar vil ég benda á að eitthvert allra merkasta kvæði Gröndals að mínum
dómi sækir yrkisefni í Njáls sögu, heitir Flosi, og er lagt í munn höfðingj-
ans á Svínafelli, er þeir brennumenn ríða eftir brennuna til Þríhyrnings-
hálsa - og íhugar Flosi stöðu sína og sinna manna í kvæðinu. Þetta er
beinskeytt kvæði og hnitmiðað, og laust við þá miklu mælgi og orðskrúð
er oft einkenna kveðskap Gröndals - og fellur beint að rannsóknarefni
Sveins Yngva. Sakna ég þess að því skuli ekki gerð skil.
Sveinn Yngvi telur Gísla Brynjúlfsson vera vanmetið skáld, að beiting
vísana sé eitt helsta einkenni hans og í því sé hann að stefna í átt til nútím-
ans, þótt hann reyni ekki að gera hann að módernista, eins og tekið er
fram á bls. 274.1 niðurstöðu sinni í kaflalok á bls. 277 segir hann að Gísli
færi „ekki aðeins út kvíar íslenskrar rómantíkur með því að gera alþjóð-
lega frelsisbaráttu að ljóðrænu yrkisefni heldur sætir tækni hans tíðindum
í bókmenntum okkar". Hér mun ekki síst átt við það sem segir í upphafi
8. kafla um kvæðið Farald, að þar komi fram „skýr merki þeirrar listrænu
tækni sem er í raun aðal Gísla sem skálds, þótt lágt hafi farið í umræðunni
um skáldskap hans og þá talin honum til hnjóðs ef eitthvað er. Hér er átt
við tilvísunar- og samþættingartœkni Gísla, en skilningur á henni er for-
senda fyrir því að hægt sé að endurmeta ljóðagerð skáldsins og stöðu í ís-
lenskri bókmenntasögu. Tæknin lýsir sér einkum í því að vísað er í senn
í íslenskar fornbókmenntir og erlenda samtímasögu" (bls. 242-43). Enn-
fremur er vísað í formála Eiríks Hreins Finnbogasonar við Dagbók í