Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2000, Page 204

Skírnir - 01.09.2000, Page 204
440 NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK SKÍRNIR og fremst um kveðskap hans um Freyju, eins og heiti kaflans segir raun- ar fyrir um. Enda segir höfundur (bls. 187) að þótt „Gröndal setji sig oft í gagnrýnar stellingar gagnvart goðsögnunum er virðing hans fyrir Freyju slík að það líkist einna helst átrúnaði“. Um er að ræða tvö kvæði er heita Venus og Freyja og Brísingamen. Sveinn Yngvi greinir bæði kvæðin vandlega og ýtarlega - mætti jafnvel segja óþarflega ýtarlega í stöku atrið- um, eins og t.d. um Freyjukettina. Eins og nafnið bendir til er Venus og Freyja eins konar samanburður á suðrænum og norrænum goðum, og þess er einnig getið að Gröndal hafi blandað „saman goðsögnum Suður- og Norðurlanda í fleiri ljóðum“ (bls. 189) - eins og í kvæðinu mikla um Promeþeif. Eftirtektarvert er að „hin norræna gyðja ástarinnar [er] bein- línis látin taka við af hinni suðrænu sem sögð er dáin“ (bls. 189). I Brís- ingameni kemur gríski guðinn Apollon einnig við sögu, en þar bendir höfundur einnig á athyglisverða líkingu með þessu kvæði og kvæða- flokknum Nordens Guder eftir Oehlenschláger. Allt er þetta vel og skilmerkilega gert, eins og áður er getið, ekki síst þegar rætt er um hvernig Gröndal blandar sér í „orðræðu um ástina sem birtist í mörgum verkum 19. aldar" (bls. 199). Höfundur tekur fram að lestur sinn á kvæði Gröndals um Brísingamen sé á sinn hátt allegorískur, „en Gröndal [gefi] slíkri allegoríu undir fótinn, bæði í prentuðum athuga- semdum sínum ... og spássíuskrift í eiginhandarritum" (bls. 204). Hins vegar vil ég benda á að eitthvert allra merkasta kvæði Gröndals að mínum dómi sækir yrkisefni í Njáls sögu, heitir Flosi, og er lagt í munn höfðingj- ans á Svínafelli, er þeir brennumenn ríða eftir brennuna til Þríhyrnings- hálsa - og íhugar Flosi stöðu sína og sinna manna í kvæðinu. Þetta er beinskeytt kvæði og hnitmiðað, og laust við þá miklu mælgi og orðskrúð er oft einkenna kveðskap Gröndals - og fellur beint að rannsóknarefni Sveins Yngva. Sakna ég þess að því skuli ekki gerð skil. Sveinn Yngvi telur Gísla Brynjúlfsson vera vanmetið skáld, að beiting vísana sé eitt helsta einkenni hans og í því sé hann að stefna í átt til nútím- ans, þótt hann reyni ekki að gera hann að módernista, eins og tekið er fram á bls. 274.1 niðurstöðu sinni í kaflalok á bls. 277 segir hann að Gísli færi „ekki aðeins út kvíar íslenskrar rómantíkur með því að gera alþjóð- lega frelsisbaráttu að ljóðrænu yrkisefni heldur sætir tækni hans tíðindum í bókmenntum okkar". Hér mun ekki síst átt við það sem segir í upphafi 8. kafla um kvæðið Farald, að þar komi fram „skýr merki þeirrar listrænu tækni sem er í raun aðal Gísla sem skálds, þótt lágt hafi farið í umræðunni um skáldskap hans og þá talin honum til hnjóðs ef eitthvað er. Hér er átt við tilvísunar- og samþættingartœkni Gísla, en skilningur á henni er for- senda fyrir því að hægt sé að endurmeta ljóðagerð skáldsins og stöðu í ís- lenskri bókmenntasögu. Tæknin lýsir sér einkum í því að vísað er í senn í íslenskar fornbókmenntir og erlenda samtímasögu" (bls. 242-43). Enn- fremur er vísað í formála Eiríks Hreins Finnbogasonar við Dagbók í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.