Skírnir - 01.09.2000, Page 206
442
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
um allegoríu „sem tækni skáldanna til þess að stýra túlkun og ákvarða
merkingarmyndun ljóða. Táknsæið sem einkennir að mörgu leyti íslenska
rómantík framan [af] fer að víkja fyrir allegorískri tilhneigingu í ljóðagerð
á ofanverðri öldinni, ekki síst þar sem skáldin vísa í arf og sögu“. Fróð-
legt er að lesa umfjöllun höfundar um kvæðin um Jón Sigurðsson þótt ég
geti ekki varist þeirri hugsun að þar sé raunar mjótt á munum milli hug-
takanna tákn og allegoría, en reyndar notar höfundur hugtakið allegor-
ískt tákn (bls. 288).
I niðurlagskaflanum fjallar Sveinn Yngvi skemmtilega um ljóðaleik
Matthíasar Jochumssonar er nefnist Aldamót og bendir á að þar sé „að
finna margar hugmyndir og aðferðir sem fjallað hefur verið um í þessari
bók“ (bls. 307). Þar séu notuð gömul minni og yrkisefni, endurvakin
bókmenntaform, og vikið að íslenskri þjóðernisbaráttu og evrópskri sam-
tímasögu. Hann lítur svo á að Aldamót Matthíasar séu „á sinn hátt reikn-
ingsskil við bókmenntir 19. aldar, við þau sögulegu minni og form sem
voru eitt helsta einkennið á íslenskri rómantík“ (bls. 307). Á hinn bóginn
þykir honum sem þarna sé eins konar afturhvarf til 18. aldar „þegar vin-
sælt var að persónugera ákveðin hugtök og yrkja um þau táknræn kvæði"
(bls. 307). Því má ef til vill segja að enn beri á óljósum mörkum tákna og
allegoríu. Þessi umfjöllun er öll skýr og skilmerkileg, þótt ef til vill megi
segja að efnislýsing ljóðaleiksins sé óþarflega löng. Hins vegar sakna ég
þess að höfundur skuli ekki taka til athugunar Grettisljóð sr. Matthíasar,
sem er 35 kvæða bálkur þar sem unnið er úr einni af vinsælustu íslend-
ingasögunum undir margbreytilegum bragarháttum og ætti að sýna við-
töku og úrvinnslu úr bókmenntaarfinum í aldarlok, en Grettisljóð voru
fyrst gefin út 1897.
Niðurstöður Sveins Yngva Egilssonar eru í samræmi við takmörkun
hans á rannsókninni. Hann hefur sýnt skýrlega gagnvirk tengsl bók-
menntaarfs og samtímasögu í kveðskap Jónasar Hallgrímssonar, Gríms
Thomsen, Benedikts Gröndal og Gísla Brynjúlfssonar. Hann bendir á að
Jónas hafi „mjög sterka tilfinningu fyrir venjum og hefðum í kveðskap og
kunni að færa sér þær í nyt með skapandi hætti“ (bls. 310). Grímur nálg-
ast „arfinn á heimspekilegri hátt en Jónas og setti fram heilsteyptar kenn-
ingar um fagurfræði snemma á rithöfundarferli sínum“ (bls. 310-11).
Hann er norrænt skáld, ekki síður en íslenskt, ef tekið er mið af efnisvali.
Samþætting fræða og skáldskapar er áberandi í kveðskap Gröndals. Gísli
Brynjúlfsson er pólitískari en hinir og megineinkenni hans er fólgið í til-
vísanatækni. Hann grípur til brota úr eldri kveðskap og lætur „arfinn
kallast á við samtímasöguna, íslenska og ungverska" (bls. 312). Og í loka-
orðum sínum kemst höfundur svo að orði að „langt fram eftir öldinni [sé]
söguleg samþætting ein helsta uppspretta frumlegra yrkinga í íslenskri
rómantík“ (bls. 314).
Eg hef nú leitast við að gera grein fyrir þeirri bókmenntarannsókn sem