Skírnir - 01.09.2000, Page 208
RÓBERT H. HARALDSSON
Að sjá kvikmynd
Umfraðin og HollywoocL-kvikmyndir
Guðni Elísson (ritstj.)
Heimur kvikmyndanna
ART.IS og Forlagið 1999
Sú kenning er okkur ekki góð
sem rœnir okkur sjóninni.1
I
Tvær staðreyndir um ísland og kvikmyndir hafa löngum vakið nokkra
athygli. Önnur er sú hversu sólgnir Islendingar eru í bíómyndir, hversu
oft þeir fara í kvikmyndahús og á myndbandaleigur; hin, hve lítið hefur
verið fjallað um kvikmyndir á fræðilegan hátt á íslensku. Heimur kvik-
myndanna hefst2 með þessum inngangsorðum ritstjórans, Guðna Elís-
sonar bókmenntafræðings:
íslendingar hafa lengi verið eina menningarþjóðin í hinum vestræna
heimi (og þótt víðar væri leitað) sem ekki hefur átt sér ritaða kvik-
myndasögu, enga kvikmyndafræði og ekkert kennsluefni um kvik-
myndir. Við höfum staðið mörgum þjóðum þróunarheimsins langt að
baki hvað þetta varðar þó að við lifum í samfélagi þar sem aðsókn að
kvikmyndum er meiri en á nokkrum öðrum stað í heiminum. (xi)
Með bókinni vill Guðni efla „raunverulegt kvikmyndalæsi þjóðarinnar"
sem hann segir ómetanlega undirstöðu „fyrir kvikmyndaiðnað á Islandi"
(s.st.). Það er hverju orðinu sannara að á Islandi er bagalegt misræmi milli
þess stríða straums mynda, ljósmynda og kvikmynda sem beint er að
okkur og þeirrar litlu skólunar sem við fáum í því að lesa úr myndum, átta
okkur á inntaki þeirra og áhrifamætti.
1 Henry James í bréfi til Roberts Louis Stevenson (12. janúar 1891). Tilvitnun
fengin úr bók Hilarys Putnam, The Threefold Cord: Mind, Body, and World,
Columbia University Press: New York 1999, bls. 3. Ég þakka Jóni Á. Kalmans-
syni margar góðar samræður um viðfangsefni greinarinnar. Honum, Ólafi J.
Engilbertssyni, Þór Martinssyni og ritstjórum Skírnis þakka ég góðar ábending-
ar um málfar og framsetningu.
2 Ef undan eru skilin ávarpsorð Hreggviðs Jónssonar forstjóra íslenska útvarpsfé-
lagsins.
Skírnir, 174. ár (haust 2000)