Skírnir - 01.09.2000, Page 211
SKÍRNIR
AÐ SJÁ KVIKMYND
447
Pálsson mannfræðingur birtir hér stutta hugvekju um textahyggju á ís-
landi og tengsl hennar við kvikmyndagerð; Gunnlaugur A. Jónsson guð-
fræðingur skrifar um biblíuleg stef í kvikmyndum; Jónas Knútsson kvik-
mynda- og latínumaður skrifar um Rómaveldi í lifandi myndum; Þor-
varður Árnason kvikmyndagerðarmaður skrifar stutt yfirlit um sögu til-
raunamynda; Sveinbjörn I. Baldvinsson handritahöfundur leiðir rök að
því að íslensk tunga muni fara „halloka í samkeppninni við enskuna, hið
alþjóðlega tungumál kvikmyndanna" (973) í íslenskum kvikmyndum
framtíðarinnar; Huldar Breiðfjörð, höfundur eftirminnilegrar „hringveg-
arbókar", skrifar um íslenskar vegamyndir, Silja Aðalsteinsdóttir bók-
menntafræðingur um barnabækur og kvikmyndir handa börnum og Jón
Karl Helgason bókmenntafræðingur um Njálu og íslenska kvikmynda-
sögu. Þessi dæmi og ýmis fleiri sýna hversu vel ritstjóranum hefur tekist
að fá athyglisverða höfunda til að tjá sig um fjölbreytt efni sem tengist í
senn kvikmyndum og sérsviði þeirra. Og honum hefur líka tekist að fá
marga unga fræðimenn og háskólanema til að birta efni í bókinni.
Þá má nefna að ýmsir höfundar gera grein fyrir hugmyndastraumum
eða hugmyndafræði. Ástráður Eysteinsson birtir hér t.d. gagnlega grein,
„Hin kvika menning", sem er öfgalaus vörn fyrir menningarfræðina og
Ingólfur Á. Jóhannesson fjallar, að vísu á nokkuð ruglingskenndan hátt,10
um kvikmyndir sem félagslega stjórnlist. Og í Heimi kvikmyndanna eru
einnig fróðlegar greinar um kvikmyndir þjóðlanda, t.d. grein Rúnars
Helga Vignissonar um ástralskar kvikmyndir, Ingibjargar Haraldsdóttur
um sovéskar kvikmyndir fram að lokum síðari heimsstyrjaldar, Siri
Agnes Karlsen um danskar kvikmyndir á tíunda áratugnum og síðast en
ekki síst fróðleg grein Guðna Elíssonar um afrískar kvikmyndir. Og
einnig eru í bókinni margar greinar um íslenska kvikmyndagerð og sögu
kvikmynda á Islandi. Hér er rétt að minnast sérstaklega á grein Neils
McMahon um Sölku Völku (ein af bestu greinum bókarinnar)* 11 og
„Landnám lifandi mynda“ eftir Eggert Þór Bernharðsson sem er fróðleg
og skemmtileg grein um kvikmyndir á Islandi til ársins 1930, full af at-
hyglisverðum tilvitnunum og viðbrögðum samtímamanna. Og þannig
mætti raunar áfram telja.
Það má einnig vel hugsa sér að aðrar forsendur séu lagðar til grund-
vallar mati á svona bók. Skoða mætti hana því sem næst sem handbók eða
uppflettirit og spyrja hve áreiðanlegar staðreyndir hún geymi og hversu
aðgengileg hún sé hinum almenna lesanda; og það mætti líta á hana sem
10 Það kostaði mig yfirlegu að fá botn í ýmsar setningar Ingólfs enda reynast sum-
ar þeirra hringavitleysa: „Miklu fremur liggur munur költhrollvekja og annarra
ógeðslegra mynda, svo sem Fatal Attraction, í því hvort þeim takist að skapa
sér einhvers konar klassíska stöðu sem költmyndir" (356).
11 Greinin er endurprentuð úr Tímariti Máls og menningar.