Skírnir - 01.09.2000, Síða 215
SKÍRNIR
AÐ SJÁ KVIKMYND
451
styðjast eða sé innantóm klisja. Grein Elfu Ýrar Gylfadóttur um Star Trek:
First Contact (Jonathan Frakes, 1996) er brennd sama marki sem er miður
því að ein forsenda hennar - um tengsl póstmódernismans og sæborga í
Star Trek - er allrar athygli verð. En í stað nákvæmrar greiningar og dæma
þurfum við oftast að láta okkur nægja setningar á borð við þessa: „Það má
leiða líkur að því að Star Trek sé póstmódernískur texti en þar má finna
fjölda tilvitnana í bókmenntir, myndlist, klassíska tónlist, heimspeki og
stjórnmál“ (498). En Elfa tilgreinir hér ekki eitt einasta dæmi um þetta
hvað þá að hún reyni að nota þau til að rökstyðja þessa fullyrðingu. I
framhaldinu gefur hún aðeins eitt dæmi um hvernig vísað er til kvik-
myndagreinar (film noir) í Star Trek: First Contact og í niðurlagi greinar-
innar nefnir hún, í öðru samhengi, að Picard (Patrick Stewart) hlusti á
klassíska tónlist og vitni í Moby Dick,14 Það eitt að sýna að Star Trek sé
póstmódernískur texti er nægur efniviður í trausta grein sem mikið gagn
hefði verið að. En mig grunar að á bak við slíka grein liggi mikil vinna.
Stundum eru miklar ályktanir dregnar um stjórnmál, aðallega banda-
rísk stjórnmál, eftir handahófskennda umræðu. I greininni „Hvíta húsið
á hvíta tjaldinu" ræðir Björn Ægir Norðfjörð bókmenntafræðingur um
margvísleg vensl Hvíta hússins í Washington og Hollywood. Hann stikl-
ar á stóru, minnist á samskipti ýmissa forseta við „Hollywood-elítuna"
og staldrar vitaskuld við Ronald Reagan sem, eins og kunnugt er, gegndi
hlutverki á báðum stöðum.
Það óhjákvæmilega gerðist síðan árið 1980 þegar leikarinn Ronald
Reagan var kjörinn forseti [...] Reagan sem þótti ómerkilegur leikari sló
nú öllum við með því að taka að sér hlutverk forsetans og sýna besta
leik ævi sinnar. Michael Rogin fullyrðir í bók sinni Ronald Reagan, the
Movie að Reagan hafi hætt að greina milli kvikmynda og raunveruleika.
Máli sínu til stuðnings bendir hann á að Reagan hafi hvað eftir annað
vitnað ómeðvitað í kvikmyndir og margt í stjórnunarferli hans minni
óþægilega á atburði í myndum er hann lék í á árum áður. (295)
Björn Ægir botnar þetta síðan með þessari ályktun: „í stjórnartíð Reagans
sannaðist að hlutskipti forsetans er að leika hlutverk." Af samhenginu að
dæma, og við verðum að dæma eftir því þar sem setningin er ekki ótvíræð,15
14 Og er sú tilvísun ruglingsleg: „Listir og menning eru notuð til að herða á mann-
legu eðli áhafnarinnar þó að Picard sé sá eini sem hlustar á klassíska tónlist og
vitnar í Moby Dick. Aðrir þurfa ekki að leggja áherslu á mannlegt eðli sitt, enda
er Picard sá eini sem veit hvað það þýðir að vera samlagaður" (500). Ég er ekki
heldur viss um hvernig þessi hugsun samræmist hinni um að slíkar tilvísanir
sýni að myndin sé póstmódernískur texti.
15 Allir eru t.d. sammála um það að forsetinn gegni hlutverki en Björn hlýtur að
eiga við eins konar kvikmyndahlutverk eða jafnvel einungis kvikmyndahlut-
verk.