Skírnir - 01.09.2000, Page 216
452
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
er ályktun Björns Ægis í senn stór og sláandi: Ronald Reagan, sem rugl-
aði saman kvikmynd og veruleika, sannaði hvers eðlis forsetaembættið
er.16 Hann gerir hins vegar ekkert til að sýna hvers vegna við ættum að
draga þessa ályktun af veru leikarans Reagans í Hvíta húsinu og á hvíta
tjaldinu. Ymsar aðrar ályktanir virðist mega draga af ofangreindum stað-
hæfingum. Ein er sú að Reagan hafi nýtt sér til hins ýtrasta (og jafnvel
misnotað) einn þátt forsetaembættis í fjölmiðlasamfélagi. Onnur hugsan-
leg ályktun er að hann hafi breytt forsetaembættinu, og þannig mætti
lengi telja. Sem fyrr er meginathugasemd mín hér ekki sú að ég sé ósam-
mála (eða sammála) höfundi heldur hin að rökstuðninginn vantar. I þessu
tilviki er að vísu tilgreind fræðibók (eftir Rogin) málinu til stuðnings. En
ekki er ljóst af samhenginu hvort Rogin telji að greining sín eigi við um
aðra forseta en Reagan.
Flestar greinarnar um kvikmyndir þjóðlanda eiga það líka sameigin-
legt að þar er dvalið mjög stutt við hverja kvikmynd. Stundum helgast
þetta af því að höfundarnir minnast á fjölda kvikmynda í umfjöllun sinni.
Oft hefði verið gagnlegra að dvelja lengur við ákveðnar myndir og skýra
hvers vegna þær urðu áhrifavaldar eða ollu straumhvörfum í kvikmynda-
sögu viðkomandi þjóðar eða heimsins alls. I langri yfirlitsgrein um sögu
bandarískra kvikmynda dvelur Björn Þór Vilhjálmsson yfirleitt mjög
stutt við hverja kvikmynd sem hann nefnir og jafnvel þegar hann ræðir
um þær mikilvægustu verðum við að láta okkur nægja spássíu-athuga-
semdir á borð við: „Myndin [Citizen Kane (Orson Welles, 1941)] var
byltingarkennd á fjölda vegu og hefur enn mótandi áhrif“ (21). Dálítil
undantekning frá þessu er þó umræða hans um The Birth of a Nation (D.
W. Griffith, 1915); þar fylgja með nokkrar skýringar á nýmælum mynd-
arinnar, og þótt þær séu í símskeytastíl eru þær gagnlegar (12).
Sumir greinarhöfundar eru meðvitaðir um slíkar takmarkanir og
skort á lestri. I umfjöllun sinni um sovéskar kvikmyndir segir Ingibjörg
Haraldsdóttir t.d. þegar kemur að því að ræða hina víðfrægu mynd Eisen-
steins, Beitiskipið Potemkin (1925):
Manni fallast hendur við að reyna að lýsa þessari mynd, og kemur
hvorttveggja til, að sjón er sögu ríkari, og að henni hefur verið lýst svo
oft. Hún hefur verið greind sundur og saman, bæði af höfundinum
sjálfum og flestum kvikmyndasagnfræðingum síðari tíma. Einstök at-
riði hennar hverfa seint úr minni einkum þau sem gerast á Odessa-
tröppunum þegar hermennirnir skjóta á mannfjöldann og skelfingin
grípur um sig. (51)
16 Þetta er ekki einsdæmi. Björn Ægir tekur ótrúlega stórt upp í sig þegar hann
ræðir um bandaríska sögu. í annarri grein í bókinni segir hann t.d.: „Laun-
morðin á bróður hans, Robert Kennedy, og Martin Luther King árið 1968 stað-
festu aðeins inntaksleysi bandarískra gilda“ (565).