Skírnir - 01.09.2000, Page 218
454
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
örlítil umfjöllun um kvikmyndir hans, þar sem vikið er að fyrsta samn-
ingi hans hjá Keystone í þriðja sinn!
Chaplin skýtur upp kollinum í nokkrum öðrum greinum í bókinni;20
tvívegis er t.d. nefnt hvernig hans eigin gagnrýni í Modern Times (1936)
geti átt við hann sjálfan (280, 729) og einu sinni er minnst á að hann hafi
sýnt fram á að börn gætu leikið (431). Ef við fylgjum Alfred Hitchcock
eftir með sama hætti í gegnum bókina kemur svipað í ljós. Sagt er að
mynd hans Psycho hafi notið mikilla vinsælda þrátt fyrir að vera svarthvít
og hafa óvenjulega sögubyggingu (32); hið sama er sagt af öðrum höfundi
síðar í bókinni, og þá er örlitlum upplýsingum bætt við, fyrst þegar sagt
er að Psycho hafi fengið dræmar móttökur gagnrýnenda og hafi þótt
ómerkileg, en hafi slegið „í gegn hjá áhorfendum sem flykktust í bíó og
fylltust sturtufælni" (702). Sami höfundur víkur einnig að óvenjulegri
uppbyggingu myndarinnar: „[...] í Psycho var það á sínum tíma algerlega
nýtt bragð að láta sjálfa stjörnuna hverfa af tjaldinu áður en myndin var
einu sinni hálfnuð" (701) en ekki er gerð tilraun til að setja þetta í sam-
hengi við annað í myndinni. Og enn aftar í bókinni er tekið dæmi af því
að Marion í Psycho hafi ekki sloppið lifandi úr sturtunni (960). Þá er einn-
ig sagt að The Birds (1963) hafi notið mikillar velgengni (32) og rætt er um
vel heppnaðan samruna hljóðs og myndar í Blackmail (1929) (242, þar er
á spássíu einnig vikið að einu atriði þeirrar myndar), sagt er að Hitchcock
hafi verið vinsæll og einn valdamesti leikstjóri fjórða áratugarins í Bret-
landi (92). Dálítil umræða er einnig um sjálfar myndirnar (t.d. á síðu 92-
93 og 719) og stundum er vakin athygli á eftirtektarverðum myndskeið-
um eða uppátækjum leikstjórans en þau sjaldnast skýrð. Um Frank Capra
er m.a. sagt að hann hafi sennilega forðað kvikmyndaveri frá gjaldþroti
(22) og minnst er á þátt hans í gerð áróðursmynda (26).21 Um Stanley
Kubrick er m.a. sagt að mynd hans The Shining (1980) hafi e.t.v. verið til-
raun hans „til að sanna að hann gæti gert smelli“ (35). Hann hafi farið til
Bretlands og sest loks að í Englandi (99) og að mynd hans Lolita (1962)
hafi fengið „afar slæma dóma en álit gagnrýnenda [hafi] smám saman ver-
ið að breytast til hins betra“ (436). „Vegna ritskoðunar“ hafi Kubrick
þurft „að fjarlægja allar augljósar vísanir til kynlífs úr myndinni“ (436) og
síðan fylgir nánari umræða og skýring á því (437). Og síðar í bókinni er
vitnað til ummæla Kubricks um samspil stíls og efniviðar (896).
Vafalítið er það slík staðreyndaupptalning sem ritdómari Morgun-
blaðsins, Sigrún Sigurðardóttir sagnfræðingur, hefur í huga þegar hún læt-
ur í ljós eftirfarandi skoðun á Heimi kvikmyndanna:
20 Hann er líka nefndur snillingur þöglu myndanna (124). Rétt er að vekja athygli
á því hversu erfitt er að nota nafnaskrá bókarinnar til að gera svona samanburð,
og hér er því ekki gerð tæmandi grein fyrir allri umfjöllun bókarinnar um þessa
leikstjóra. Vikið er að öllum stöðum í nafnaskrá og nokkrum öðrum stöðum.
21 Nafn hans kemur einnig upp í umræðu um Jimmy Stuart (428).