Skírnir - 01.09.2000, Page 221
SKÍRNIR
AÐ SJÁ KVIKMYND
457
manns. Hann sefur fastasvefni í bíl sínum og rumskar ekki þótt börn geri
sér að Ieik að kasta rottu inn í bílinn til hans“ (393). Þetta er ekki rétt.
Börnin kasta greinilega dauðum íkorna inn í bílinn til hans en ekki rottu,
og það er áréttað þegar Joe segist stuttu síðar hafa riðið íkorna til dauða
um nóttina. Stærra dæmi: Jón Yngvi segir að Joe nái að hefja „sig yfir per-
sónulega óbeit sína á þingmanninum sem hann barði forðum en sá er í
senn miðpunktur spillingarinnar og fórnarlamb hennar“, og að hann fái
„tækifæri til að þjóna guði og ættjörðinni á nýjan leik“ (395). Þetta er
undarleg athugasemd í ljósi þess að síðustu samskipti Joes við spillta
þingmanninn eru að berja hann í magann og síðan í höfuðið! Ekki er
heldur auðvelt að átta sig á þeim ummælum Jóns Yngva að „vestræn fjöl-
skyldugerð“ fari með sigur af hólmi í The Last Boy Scout. Það er að vísu
rétt sem Jón Yngvi bendir á að hjónaband Joes er í uppnámi þegar mynd-
in hefst (eiginkonan hefur sofið hjá besta vini hans) og óeining ríkir inn-
an fjölskyldunnar (dóttir hans kallar hann t.d. „fífl“ og „aumingja"). Og
það er líka rétt að í lokin er betra samkomulag innan fjölskyldunnar, Joe
og eiginkonan ná saman og dóttirin samþykkir að gæta tungu sinnar. Jón
Yngvi orðar það svo að hann hafi „endurheimt ást konu sinnar og virð-
ingu dótturinnar [...]“ (394). Ákaflega hæpið er hins vegar að draga af
þessu ályktanir um sigur vestrænnar fjölskyldugerðar eða um staðfest-
ingu gagnkynhneigðar. I fyrsta lagi ýkir Jón Yngvi fjölskylduvandræði
Joes a.m.k. eins og þau blasa við Joe sem virðist láta sér þau í léttu rúmi
liggja. „Vinir geta ekki verið fullkomnir" segir hann t.d. um þann sem svaf
hjá eiginkonunni; og vandræðin með dótturina stafa m.a. af útgöngubanni
sem stelpan þolir ekki! Eiginkonan er líka síður en svo að storka vest-
rænni fjölskyldugerð með framhjáhaldi sínu og það er ekki einu sinni
ljóst að Joe hafi glatað ást hennar. Ein skýringin sem hún gefur á framhjá-
haldinu, og Jón Yngvi nefnir raunar, er: „Fjandinn hafi það það [svo] Joe.
Þú varst aldrei heima. Eg var einmana" (394). Staðfesti myndin eitthvað,
sem ég er ekki sannfærður um að hún geri, er það um nauðsyn þess að
vera heimakær og sinna konu sinni! Spyrja má hvort fræðileg eða
akademísk firring sé búin að ná þvílíkum tökum á okkur að fyrirgefning
eiginmanns með viðeigandi faðmlagi o.s.frv. staðfesti gagnkynhneigð og
vestræna fjölskyldugerð!
Annað athyglisverðara og lærdómsríkara dæmi um ofuráherslu á
kenningar, hugmyndafræði, stórar fullyrðingar en litlar og fátæklegar at-
huganir er í grein Gauta Sigþórssonar menningarfræðings, „Þekking á
hreyfingu". Gauti skoðar m.a. JFK (Oliver Stone, 1991) og Schindler’s
List (Steven Spielberg, 1993) og ber þá síðarnefndu saman við heimildar-
mynd Claudes Lanzmann um Helförina, Shoah (1985). Eitt markmið
með samanburðinum er að skoða hvernig kvikmynd á borð við
Schindler’s List lýtur lögmálum frásagnarinnar með öðrum hætti en
Shoah. Shoah er