Skírnir - 01.09.2000, Page 223
SKÍRNIR
AÐ SJÁ KVIKMYND
459
haf, miðju og endi (atburðir fyrir fangabúðarvistina - fangabúðarvistin,
illvirki nasista, afrek Schindlers - sigur bandamanna og frelsunin)? Hvers
vegna beinir Gauti athyglinni allt í einu að öðrum myndum hér?
Gauti nefnir einkum tvö önnur atriði til að renna stoðum undir þá stað-
hæfingu sína að „[sjöguleg atburðaröð verður [...] oft að víkja fyrir frásagn-
arhættinum" í Schindler’s List og öðrum sögulegum kvikmyndum. Hann
bendir á að í slíkum myndum snúist „sagan einkum um einstaklinga".
Hreyfiafl atburðanna virðist fyrst og fremst falið í fólki sem með
gerðum sínum viljandi eða óviljandi breytti rás sögunnar. Þannig
virðast sögulegir viðburðir oft hanga líkt og í lausu lofti kringum
þessa einstaklinga [...]. (309)
Gauti nefnir ekkert dæmi úr Schindlers List sem réttlætt getur þessa nið-
urstöðu. Þetta er einstaklega bagalegt því að Schindler’s List virðist með
réttu setja ákveðinn einstakling í öndvegi og lýsir afrekum hans. Þá telur
Gauti að í sögulegum kvikmyndum á borð við Schindler’s List sé
lögð rík áhersla á að atburðirnir hafi gerst í fortíðinni og að slíkt sé
ekkert sem þurfi að hafa áhyggjur af núna. Þannig má segja að sjálfur
frásagnarhátturinn feli í sér strangari nauðhyggju um gang sögunnar
en nokkur af lærisveinum Hegels hefur þorað að halda fram. (310)
Hér er kveðið fast að orði og tæpast er hægt að hugsa sér harðari gagn-
rýni á mynd um Helförina. Ofugt við fyrra dæmið tilgreinir Gauti nú at-
riði úr Schindler’s List máli sínu til stuðnings, lokaatriðið „þegar eftirlif-
endur leggja blóm á leiði Schindlers“ (310), eins og hann kemst að orði.
Samkvæmt túlkun Gauta boðar þessi endir „að úr öllu hafi ræst“ (s.st.),
að ekki þurfi að hafa áhyggjur af svona atburðum í framtíðinni, þeir séu
liðin tíð. Þessi málflutningur er svo ótraustur, tengingin við kvikmyndina
svo veik að furðu vekur, sérstaklega í ljósi þess hve gagnrýni Gauta er
hörð. Óskiljanlegast er að hann skuli ná að kreista út úr þessu atriði boð-
skap um ábyrgðarlausa, sögulega nauðhyggju af verstu tegund. Skoðum
atriðið nánar. Gauti lýsir því ekki rétt. EÍtirlifendurnir leggja ekki blóm á
leiði Schindlers heldur steina. Við sjáum ýmsa af þeim Gyðingum
Schindlers sem enn eru lifandi þegar myndin er gerð - sumir þeirra eru
kynntir með nafni og komu við sögu í kvikmyndinni - leggja steina ofan
á legstein hans. Eftir dágóða stund er myndavélinni beint frá þeim en síð-
an aftur að leiði Schindlers. Þá eru eftirlifendur á bak og burt og nú sést
einhver leggja blóm á leiði Schindlers. Þessum manni er klárlega haldið
aðskildum frá eftirlifendum, ekkert gefur til kynna að hann sé
Schindlergyðingur. Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fer einnig
rangt með niðurlag myndarinnar í gagnrýni sem nálgast það að vera jafn
hörð og Gauta: