Skírnir - 01.09.2000, Side 224
460
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
í Schindler’s List sjáum við kapítalismann bjarga því sem bjargað varð
í Helförinni. Myndin endar á þakklátum, háöldruðum amerískum
Gyðingum sem leggja blóm á leiði Schindlers, en hann hafði þjarkað
um þá og keypt eins og þræla af nasistum. (639)
Þetta er mikil ónákvæmni. Menningarfræðingur sem ætlar að túlka þetta
atriði verður að skoða það og síðan spyrja hvað þessi athöfn eða siður
merkir. Það hlýtur að vera fyrsta skrefið sem annað byggist á. Sé hugað
að þessu kemur í ljós að blóm eru ekki vel séð í kirkjugörðum Gyðinga
samkvæmt hefðbundnum venjum; þau þykja minna um of á hamingju og
lífsgleði. Steinar eru hins vegar oft lagðir ofan á legsteina í kirkjugörðum
Gyðinga til að minna á að einhver hafi heimsótt gröfina og sá hinn sami
sé ekki búinn að gleyma.25 Beinast liggur því við að túlka niðurlag mynd-
arinnar gagnstætt því sem Gauti gerir (og einnig Ulfhildur).26 Haldið er
aftur af hjartsýni og óþarfa gleði, minnst er hryllilegra atburða sem gætu
endurtekið sig o.s.frv. Vandi Gauta er sá að hann sér ekki kvikmyndina.
Til þess er hann of upptekinn af kenningum og hugmyndum um það
hvernig eigi að skoða myndir á borð við Schindler s List. I þau sárafáu
skipti sem glittir í kvikmyndina í umfjöllun hans eru kaldhæðnin og
glannalegar, órökstuddar ályktanir á næsta leiti:
Af hverju, svo dæmi sé tekið, er Oskar Schindler (Liam Neeson) lík-
astur sjálfumglöðum bandarískum athafnamanni, með fæturna uppi á
borði og afslappaðan limaburð? Það mætti halda að hann hafi farið á
námskeið í sölumennsku áður en myndin var tekin. Frá markaðssjón-
armiði er kannski ekki erfitt að skýra þennan mun. Shoah var ekki
sýnd í fjölda kvikmyndahúsa, ekki auglýst fyrir milljónir dollara og
sópaði ekki að sér glysi vöfnum verðlaunum líkt og Schindler’s List.
Af hverju ekki? Þessi spurning er náskyld þeirri fyrri um limaburð
Schindlers. (310)
Svo mörg voru þau orð!
Nefna má ýmis önnur dæmi úr Heimi kvikmyndanna um það hvern-
ig ákveðin kenning eða hugmyndafræði, eða öllu heldur oftrú á slíkum
fyrirbærum, kemur í veg fyrir að greinarhöfundur „sjái“ tiltekna kvik-
25 Harvey Lutske, The Book of Jewish Customs, Jason Aronson Inc.: London
1995, bls. 72 og 83-84.
26 Orðalag Ulfhildar, að Schindler „hafði þjarkað um þá [Gyðingana] og keypt
eins og þræla af nasistum" sem Gauti tekur undir („taka þá í þrælavinnu í verk-
smiðju sinni“ (309)), er fádæma ósmekklegt nema þau viti eitthvað meira en við
um þetta mál, eitthvað sem þau segja okkur ekki. Schindler kaupir Gyðingana
af nasistunum til að bjarga þeim frá útrýmingarbúðuml Hann er m.a. að koma
í veg fyrir að þeim verði breytt í sápustykki.