Skírnir - 01.09.2000, Page 225
SKÍRNIR
AÐ SJÁ KVIKMYND
461
mynd. Gagnlegt er að skoða tvö ólík dæmi til viðbótar. I grein sinni
„Froskur kyssir flösku eða ástin varir að eilífu" ræðir Dagný Kristjáns-
dóttir um ástina í kvikmyndum og bókmenntum og skoðar sérstaklega
hvaða myndum er brugðið upp af konum í nokkrum nýlegum róman-
tískum kvikmyndum og hvernig konur fara að því að gera sig girnilegar
og ná í menn, en einnig um það hvernig karlmenn búi til hina fullkomnu
konu. Ein þeirra kvikmynda sem hún víkur sérstaklega að er Pretty Wom-
an (Garry Marshall, 1990), „ástarmynd sem slær öllum öðrum við í áhorfi
og áhrifum og farið hefur sigurför um heiminn [...]“ (670). Forsenda
Dagnýjar í umræðu um kvikmyndina er þessi:
Vivian [vændiskonan sem Julia Roberts leikur] er „sjálfstætt starf-
andi sölumaður", hún endurspeglar stöðu meira en fimmtíu prósent
kvenna í áhorfendahópnum sem eru útivinnandi konur eða stúlkur
sem koma til með að vinna utan heimilis. Þær skilgreina sig og kven-
leika sinn ekki eingöngu út frá einkalífinu eins og áður heldur opin-
bera lífinu þar sem þær ráðstafa sér sjálfar í sambönd eða hjónabönd.
Markaðsmöguleikarnir fara náttúrlega eftir því hve girnilegar þær eru
og hve mikið þær kunna fyrir sér. Vivian er flink vændiskona [...].
(670)
Þetta eru glannalegar fullyrðingar og það sem gefið er til kynna um úti-
vinnandi konur (nánast sagt berum orðum) virðist þó sýnu glannalegast.
Látum það liggja á milli hluta en snúum okkur að því hvernig Dagný tel-
ur að Vivian geri sig girnilega í augum Edwards (Richard Gere) - sem
Dagný nefnir gjarnan „prinsinn" - og því hvað Edward sjái við Vivian,
hvenær hún verður „nógu góð“ handa honum, eins og Dagný kemst að
orði. Þetta skiptir höfuðmáli fyrir túlkun Dagnýjar á myndinni og þær
freudísku ályktanir sem hún dregur síðan af henni.
ítarlegasta athugun Dagnýjar á myndinni - þar sem hún víkur að
hreyfingu myndavélarinnar, einstökum skotum og atriðum myndarinnar
- er í eftirfarandi:
í Pretty Woman gælir myndavélin, í fyrsta hluta myndarinnar, við
stígvélin frá pinnahælum upp á lærin og niður aftur þegar Vivian
klæðir sig, gengur eftir gangstéttinni og sest upp í bíl. Myndavélin
fylgir augum annarra á stígvélin þegar hún gengur inn og út af hót-
elinu og inn í búðir til að versla. Vivian er þannig merkt sem kynferð-
islegt allragagn og það er ekki nógu gott fyrir prinsinn [Edward].
Nógu góð fyrir prinsinn verður hún þegar hún sýnir og sannar að hún
lítur æðislega út í dýrum tískufötum. Hún kemur út úr skápnum sem
módel og loks drottning í rauða kjólnum með demantana. (671)
Til að fá fram þessa niðurstöðu - að ysta borð Vivian (æðislegt útlitið,
kjóllinn, demantarnir) skipti Edward mestu máli, ráði úrslitum um það