Skírnir - 01.09.2000, Side 226
462
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
hvort Vivian sé nógu góð handa honum - þarf Dagný að horfa framhjá
eða afskrifa ýmislegt annað í fari Vivian sem augljóslega heillar Edward.
Hann hrífst t.d. af söng hennar, persónuleika hennar, því að hún hefur
bein í nefinu, er einlæg og tilfinningarík, kann að meta óperur, er gáfuð,
orðheppin og úrræðagóð, hefur þekkingu á bílum, er snjall bílstjóri, sýn-
ir samúð með þeim sem verða undir í baráttunni, reynist vinur vina sinna
og þannig mætti áfram telja. Sjálfur segir Edward berum orðum að hún sé
sláandi („stunning"), einlæg, gáfuð og einstök; og hann laðast e.t.v. einnig
að henni vegna þess hve þau eru lík. Hann segir a.m.k. að bæði riðlist
(„screw") þau á fólki vegna peninga, og Vivian bendir á að hvorugt þeirra
blandi saman tilfinningum og viðskiptum.
Fæst af þessu sér Dagný og hún afskrifar vægi hinna siðferðilegu
skapgerðareinkenna Vivian með þessum orðum:
[...] hún [er] hjartahrein og mórölsk og hefur góð og mannbætandi
áhrif á Edward. [...] Það eru hins vegar margar hjartahreinar vændis-
konur til í heiminum og þetta er heldur ekki nóg til að ná í sjálfan
prinsinn. (670)
En það er eins og Dagný átti sig ekki á því að ef þessi rök duga hér, sem
er hæpið, duga þau ennþá betur gegn því sem hún sjálf segir um ysta borð
Vivian, glæsilega rauða kjólinn, æðislegt útlitið o.s.frv. Það eru til ansi
margar æðislega útlítandi vændiskonur, í æðislega útlítandi rauðum kjól-
um; það ætti a.m.k. að vera minna mál að útvega þeim rauðan kjól og ann-
an ytri búnað heldur en siðferðilega verðleika á borð við hreint hjarta,
manngæsku eða mannbætandi skapgerðareinkenni. Auk þess færir Dag-
ný engin rök fyrir því að æðislegt útlitið, rauði kjóllinn og demantarnir
skipti sköpum fyrir afstöðu Edwards til Vivian. Augljóst er að hann er
hugfanginn af Vivian áður en kemur að þessu atriði og á eftir að verða
ennþá ástfangnari af henni síðar, þegar hún er komin í önnur og hvers-
dagslegri föt.
Annað skylt dæmi um ónákvæmni Dagnýjar er í eftirfarandi skýr-
ingu:
Vivian er flink vændiskona og það höfðar til Edwards fyrir utan það
að hún er alltaf til þénustu reiðubúin. En það er ekki nóg til að gera
hana eftirsóknarverða, sérstaka og einstæða. Það eru margar vændis-
konur í heiminum. (670)
Þótt Dagný sé, þegar hér er komið sögu, sannarlega búin að benda á að
það séu margar vændiskonur og ígildi vændiskvenna í heiminum, hefur
hún ekki sýnt að Edward heillist af Vivian semflinkri vændiskonu. í fyrsta
lagi er ekki ljóst að Vivian sé flink vændiskona: Hún starfar á götunni,
henni tekst varla að láta enda ná saman fjárhagslega og skóbúnaðurinn er
farinn að láta á sjá, eins og Edward bendir raunar á. I öðru lagi er lögð sér-