Skírnir - 01.09.2000, Síða 228
464
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
heimspekings, „Langir og stuttir skuggar", en þar skoðar hún kvikmynd-
ina The Truman Show, sem hún segir að snúist „um eina klassískustu
spurningu heimspekinnar: Er heimurinn, sem við erum stödd í, hinn raun-
verulegi, sanni heimur? Eða er heimurinn eins og hann blasir við okkur
blekking líkt og draumurinn?" (267). Grein Sigríðar er helguð þessari einu
kvikmynd og hún beinir sjónum að ófáum atriðum myndarinnar, stund-
um með athyglisverðum hætti. Sigríður tengir vanda Trumans Qim Car-
rey) ekki einungis við Platon heldur einnig við nútíma fjölmiðlasamfélag:
Líkt og Platon taldi mennina fanga í helli skuggamynda sem blekkir
sýn þeirra á hið sanna eðli raunveruleikans, er Truman fangi í gervi-
heimi; hellisbúi í heimi samtímans. Höfundar myndarinnar spyrja
með þessari allegóríu sömu spurningar og Platon: Eru nútímamenn
fangar í helli skuggamyndanna sem ljósvakamiðlar varpa á veggi veru-
leikans? Er eins ástatt fyrir okkur og Truman? (267)
Hér birtist mikilvægasta stefið í túlkun Sigríðar á The Truman Show sem
snýst um spurninguna um áreiðanleika mynda: Hversu vel tekst myndum
að lýsa raunveruleikanum, fanga þær hann eða afbaka? Þetta grundvallar-
stef blasir við bæði þegar við skoðum það sem Sigríður segir um kvik-
myndina sjálfa og það samhengi sem hún setur hana í (m.a. hellislíkingu
Platons, fræði franska heimspekingsins Virilios, áreiðanleika ljósvaka-
miðla og heimspeki Goodmans). Hér eru nokkur dæmi um þetta: (i)
„Platon taldi mennina fanga í helli skuggamynda sem blekkir sýn þeirra á
hið sanna eðli raunveruleikans" (267); (ii) „í helli skuggamyndanna sem
ljósvakamiðlar varpa á veggi veruleikans" (267); (iii) „að myndir heimsins
sem varpað er á skjáinn fyrir okkur séu ekki sannar myndir af raunveru-
leikanum eins og hann er“ (268); (iv) við „trúum því að myndirnar sem
okkur eru sýndar veiti rétta sýn á raunveruleikann" (268); (v) „raunveru-
leikann [...] hulinn eða skældan í fjölmiðlum" (268); (vi) „Myndir afbaka
eða skekkja, og skapa falskan raunveruleika" (268); (vii) „myndir eru oft
ekki trúverðugar eftirmyndir raunveruleikans" (268); (viii) „I hátækni-
samfélagi samtímans afbaka myndirnar raunveruleikann með því að af-
mynda hann fyrir tilstilli tæknilegrar skynjunar" (268); (ix) „sýn okkar á
heiminn mótaða af hröðunarferlum ljósvakamiðlanna sem skekkja sjón-
arhornið“ (268); (x) „Sýndarheimur myndanna í fjölmiðlum er ekki eftir-
mynd raunveruleikans, heldur raunveruleikinn sjálfur" (269); (xi) „því að
myndir fjölmiðla eru alltaf afbakanir á raunveruleikanum" (269); (xii)
„Markaðsöflin taka höndum saman í allsherjar samsæri um að búa til
myndir af veruleika sem þjóni hagsmunum þeirra“ (270); (xiii) „að at-
burðir eigi sér ekki stað, við fáum einungis myndir af þeim“ (272); (xiv)
„Christof játar skilyrðislaust að myndir séu tilbúningur, túlkanir og þar
af leiðandi tálsýnir" (272); (xv) „Erum við ofurseld myndum og lifum í
platonskum helli skuggamynda?" (272); (xvi) „Raunveruleikinn verður