Skírnir - 01.09.2000, Page 229
SKÍRNIR
AÐ SJÁ KVIKMYND
465
aldrei höndlaður ósvikinn með þeim myndum sem við gerum okkur af
honum“ (273); (xvii) „,,Ef við segjum að allar sannar lýsingar og góðar
myndir séu jafnskakkar, við hvaða viðmið eða mælikvarða á afbökun
erum við þá að miða? (273); (xviii) „Goodman vill ekki fórna
möguleika sannra lýsinga á heiminum á altari afstæðis eins og Virilio"
(274); (xix) „Goodman skrifar að til séu „mjög margar ólíkar og jafnsann-
ar lýsingar á heiminum og sanngildi þeirra er eini mælikvarðinn á afbök-
un þeirra [...].““(274); og (xx) „að Truman Show [svo] beri vott um sjálfs-
gagnrýni draumaverksmiðjunnar sem birtist í tilraun til að afhjúpa lyga-
tilhneigingar ljósvakamiðlanna í raunveruleika okkar“ (274).
Eins og sjá má drottnar þessi vandi um áreiðanleika mynda yfir allri
umræðu Sigríðar um The Truman Show. Hann tekur á sig a.m.k. fjórar
myndir í grein hennar. í fyrsta lagi hvort myndir sýni einhvern tíma raun-
veruleikann, hvort þær hljóti ekki óhjákvæmilega að afbaka hann. I öðru
lagi hvort ljósvakamiðlar (kvikmyndir, sjónvarp o.s.frv.) afbaki þann
veruleika sem þeir sýna okkur. í þriðja lagi vaknar hin heimspekilega
spurning hvort myndir nái einhvern tíma að fanga hinn sanna heim sem
stundum er nefndur handanheimur o.s.frv. I fjórða lagi er það svo hin ný-
stárlega spurning hvort myndirnir séu sjálfur raunveruleikinn, á bak við
þær sé ekkert. Sigríður leitast við að sýna að þessar spurningar geti vakn-
að um fréttaflutning (átti Persaflóastríðið sér stað?), í heimspeki, í hvers-
dagslífinu og auðvitað um The Truman Show.
En stóra spurningin er sú hvort The Truman Show setji á svið og yfir-
vegi þau heimspekilegu og félagslegu vandamál sem leita svo ákaft á Sig-
ríði. Fæst kvikmyndin við áreiðanleika eða afbökun mynda? Leitast hún
í heild sinni, eða í einstökum atriðum, við að varpa ljósi á þetta vandamál?
Mér virðist augljóst að svo sé ekki. The Truman Show fjallar hvorki um
það hvort myndir afbaki raunveruleikann eða hinn sanna veruleika, né
um það hvort ljósvakamiðlarnir varpi villandi skuggamyndum á „veggi
veruleikans". Þaðan af síður fjallar kvikmyndin um það hvort myndir
ljósvakamiðlanna séu eini raunveruleikinn, að á bak við þær sé ekkert.
Það er hvorki reynt að setja þessi vandamál á svið í kvikmyndinni né
vekja umræðu um þau.
Þetta verður ljóst ef við skoðum myndina. Hver í kvikmyndinni er
blekktur með myndum eða skuggamyndum eða með einhverju öðru sem
líkist hellismyndum? Ekki er verið að blekkja hina fjölmörgu áhorfendur
um heim allan sem sagðir eru horfa á Truman-þáttinn í sjónvarpinu.
Áhorfendurnir í The Truman Show vita mætavel að þetta er allt tilbún-
ingur, það er vel auglýst og er raunar eitt af því sem dregur þá að þátta-
röðinni. Þeir fylgjast spenntir með því hvort Truman muni átta sig á sam-
særinu og komast burt frá Seahaven, og þeir fagna innilega er það tekst.
Raunar sýnir kvikmyndin hvernig framleiðendur Truman-þáttanna gang-
ast upp í því hlutverki að vera heiðarlegir við áhorfendur og segja þeim