Skírnir - 01.09.2000, Page 230
466
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
sem gerst og best frá öllu sem gerist í Seahaven. Allar samlíkingar við
fréttamennsku af Persaflóastríðinu (því hvort það hafi átt sér stað) eru
langsóttar og ónákvæmar. Framleiðendur þáttaraðarinnar laga hvorki til
né fegra þasr myndir sem þeir senda út (fjarlægja hvorki þjáningar fólks
né dauðastríð af myndunum). Þeir búa til ákveðinn veruleika og sýna
fólki hann og láta fólk vita að hann er tilbúningur. Við getum rétt ímynd-
að okkur hversu fjarstæðukennt það hefði verið af bandamönnum að
segja áhorfendum sínum að fréttirnar af Persaflóastríðinu væru tilbúning-
ur! Hvað þá ef þeir viðurkenndu að þeir sjálfir hefðu sett Persaflóastríð-
ið á svið í samvinnu við ABC, CBS eða CNN til að geta sýnt fólki spenn-
andi leikið/raunverulegt efni, og að allir væru að leika hlutverk nema
Schwartzkopf herforingi, hann einn vissi ekki að allt væri leikið.
Vitaskuld er Truman blekktur, svikinn og að honum er logið. En hann
er ekki blekktur með myndum eða skuggamyndum sjónvarps og kvik-
mynda. Hann sést aðeins einu sinni gera sig líklegan til að horfa á sjón-
varp (þáttaröð). Myndir hafa vissulega verið notaðar til að blekkja hann;
í fjölskyldualbúminu eru villandi myndir um hvar hann hafi verið í for-
tíðinni og á ferðaskrifstofunni eru villandi myndir af hættunni sem stafar
af áætlunarflugi. En hér verður að huga að þrennu. I fyrsta lagi heyra
þessi tilvik til undantekninga (meginblekkingin snýst ekki um myndir
heldur fólk). I öðru lagi er það svo að í þau fáu skipti sem myndir villa um
fyrir Truman er um mjög óvenjulega notkun mynda að ræða sem þekkist
vart í raunveruleikanum, nema þá helst í gríni: Allir vita að þetta eru
falskar myndir nema einn maður. Slíkt gerist tæpast í raunveruleikanum
nema þá í steggjateitum eða afmælisveislum þar sem verðandi brúðguma
eða afmælisbarni eru veittar rangar upplýsingar eða sýndar afbakaðar
myndir. I þriðja lagi er einmitt hægt að nota þessar myndir til að blekkja
Truman vegna þess hversu vel þœr fanga viðfangsefni sitt almennt. Þessar
myndir vekja ekki spurningar um hæfni mynda til að fanga raunveruleik-
ann, hvað þá hinn sanna heim. Það er einmitt vegna þess að þær geta lýst
raunveruleikanum að hægt er að nota þær til að blekkja Truman. En hann
er auðvitað fyrst og fremst blekktur af fólki (ekki myndum). Fólkið í
kringum hann er raunverulegt, þótt það leiki hlutverk og blekki Truman.
Ekkert bendir heldur til þess að The Truman Show fáist við hið nýstár-
lega vandamál Sigríðar (og þó einkum Virilios) að veruleikinn sé eingöngu í
myndum, eigi sér ekki stað. Ekkert er gert til að telja áhorfendum Truman-
þáttanna eða áhorfendum kvikmyndarinnar (okkur) trú um að Truman og
Seahaven sé eingöngu til á skjánum.27 Þetta ótrúlega gat í röksemdafærsl-
unni reynir Sigríður að stoppa upp í með eftirfarandi hætti:
27 Hermann Stefánsson leiðir að vísu athyglisverð rök að því að kvikmyndin sé
hliðstæð gerviveröld Trumans í grein sinni „Hermilíkið í kvínni“, sjá einkum
bls. 344.