Skírnir - 01.09.2000, Page 235
SKÍRNIR
AÐ SJÁ KVIKMYND
471
ur rétt fyrir sér um það að Truman geti uppgötvað sannleikann sé hann
algerlega staðráðinn í að gera það. Myndin áréttar þetta m.a. með því
hversu auðvelt honum reynist að afhjúpa blekkinguna þegar hann loksins
gerir það til fulls. Hann áttar sig t.d. á því hvernig atburðir eru endurtekn-
ir og samhæfðir, og hversu mörg mistök eru gerð á sviðinu. Engin ástæða
er til að ætla annað en að slík mistök eigi sér langa sögu í Seahaven, og
okkur er beinlínis sýnt hvernig Truman hefur fengið fjölmörg tækifæri til
að uppgötva sannleikann. En hann þorir það einfaldlega ekki. Einn gagn-
rýnandi hefur komist þannig að orði um The Truman Show:
Okkur er ætlað að trúa því að það hafi tekið Truman þrjátíu ár að átta
sig á því að fylgst hefur verið með honum - að hann hafi ekki á öllum
þeim tíma tekið eftir því að allir í kringum hann voru að leika, í leyni-
makki til að vernda sakleysi hans. Þetta er fáranlega langsótt, en þeg-
ar við höfum látið af vantrú okkar (allar stórfenglegar dæmisögur
krefjast slíks stökks) þá hefur The Truman Show mikið til málanna að
leggja um það hvernig við lifum lífinu [...].31
Að mínum dómi er það einmitt þegar við horfum ekki framhjá þessu, lát-
um ekki af vantrú okkar, sem The Truman Show hefur ýmislegt fram að
færa. Myndin er einungis fáránlega langsótt ef við álítum að vandi
Trumans hverfist eingöngu eða einkum um vitsmunaskort en ekki kjark-
leysi, sektarkennd og framtaksleysi. Þegar einstaklingurinn trúir á mátt
sinn og megin og þorir að horfast í augu við sannleikann kunna blekking-
arnar að virðast ótrúlega langsóttar og óraunverulegar. Það hefur a.m.k.
reynst fleirum en Truman erfið raun að trúa á sjálfan sig og sína eigin
dómgreind. Kannski er það þess vegna sem Truman segir við áhorfendur
(þ.m.t. okkur) í lokin: „Ef ég sé ykkur ekki [...].“
IV
I Heimi kvikmyndanna eru kvikmyndir oft skoðaðar sem verslunarvör-
ur, menningarafurðir, listiðnaður eða áróðurstæki en sjaldnar sem kvik-
myndir eða listaverk. Að baki þessu búa vafalítið margar ástæður. Ein er
sú að gríðarlegir fjármunir eru bundnir í kvikmyndum, kvikmyndaiðnað-
urinn veltir þúsundum milljarða og hefur víðtæk áhrif á vitundarlíf
manna um heim allan. Onnur ástæða fyrir þessu er að margir höfundar
leggja menningarfræðilegar forsendur til grundvallar hugleiðingum sín-
um og skrifum. Ástráður Eysteinsson gerir góða grein fyrir slíkum for-
sendum í „Hin kvika menning". Hann bendir m.a. á að í menningarfræði
31 Haft eftir Edward Guthmann. Tilvitnun fengin úr William H. Phillips, Film:
An Introduction, Bedford/St. Martin’s: Boston 1999, bls. 449.