Skírnir - 01.09.2000, Side 237
SKÍRNIR
AÐ SJÁ KVIKMYND
473
Til dæmis hefði mér verið skapi nær að gera kross með blákrítinni yfir
grein þá sem ber nafnið Kvikmyndin ameríska 1928, ef ég hefði ekki
eftir meira en fimtán ára hvíld lent aftur í þeirri þrekraun að horfa
uppá ameríska kvikmynd, og uppgötvað að enn var verið að framleiða
í því góða landi samskonar afurðir og ég hafði verið að hneykslast á
1928, enn sama andlega örbirgðin, sama fullkomna getuleysið til Iist-
rænnar tjáníngar, sami skrílslegi dónaskapurinn íklæddur ljósmynda-
tækni. Eg sá að ameríkumenn eru nákvæmlega jafnfjarri því og 1928
að geta komist í tölu menníngarlegra forustuþjóða meðan þeir þeysa
slíka spýju yfir heiminn [...]. (7)
Það undarlegasta við þennan stóryrðaflaum Laxness er að hann virðist
fordæma Hollywood-kvikmyndir, og raunar ameríska menningu al-
mennt, eftir að hafa séð eina kvikmynd og þá mynd segist hann hafa séð
eftir fimmtán ára hvíld frá amerískum kvikmyndum! Þegar Þröstur
Helgason rennir sjónum yfir sviðið við lok tuttugustu aldar kemst hann
að svipaðri niðurstöðu, lágkúran sé alls ráðandi í Hollywood:
[...] þar er grundvallaratriðið ekki snilldarandi heldur bissness, þar er
ekki framleidd list heldur vara. Þetta má vissulega til sanns vegar færa.
(290)
Og í formála sínum að umræðu um myndina, The Last Boy Scout, segir
Jón Yngvi:
Fyrirferðarmesta og um leið fyrirlitnasta grein samtímalistsköpunar
er Iíklega Hollywood-kvikmyndin. (391)
Hér er öllum Hollywood kvikmyndum slengt saman. Hvað merkir
„Hollywood-kvikmyndm“? Eru allar kvikmyndir sem gerðar eru í
Hollywood, eða jafnvel allar bandarískar kvikmyndir, fyrirlitnar? Berst
einungis léttmeti frá Hollywood, innantóm afþreying? Menningarfræð-
ingar hafna því að Hollywood-afþreyingin sé innantóm eða saklaus
skemmtun. Slíkar afþreyingarmyndir styrki ákveðin hugmyndakerfi í
sessi, viðhaldi vissum fordómum, staðfesti menningarbundnar kyn-
ímyndir og hlutverkaskipan o.s.frv. Með orðum Jóns Yngva:
Margræðni einkennir ekki kvikmyndir frá Hollywood, en þó þarf
ekki að horfa lengi til að komast að því að táknheimur þeirra er oft og
iðulega ansi stór og auðugur. (s.st.)
En þessir sleggjudómar eiga einfaldlega ekki við rök að styðjast. Nærri
sanni væri að segja að margræðni einkenni ekki þær kvikmyndir frá
Hollywood sem ræddar eru í Heimi kvikmyndanna. Því að þótt
Hollywood-kvikmyndir séu þar mest áberandi megum við ekki draga þá