Skírnir - 01.09.2000, Page 240
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Margt býr í djúpunum
Það hefur varla farið framhjá þeim sem þekkja til verka Huldu Hákon
að hún sækir sér aðföng í þjóðlega sjóði. Allt frá því að hún setti saman lág-
mynd sína af Höfða umluktum Miðgarðsormi hafa hvers konar skrímsli
hreiðrað um sig í myndheimi hennar. Myndin af Miðgarðsormi var vissu-
lega nátengd þeim viðburði sem átti sér stað í Höfða árið 1986 þegar
Reagan og Gorbachov komust nánast að samkomulagi um að slíðra
sverðin og ljúka kalda stríðinu. Ormurinn, sem myndar eins konar nátt-
úrulegan ramma utan um lágmyndina, er að fara að bíta í halann á sér með
táknrænum hætti en það var trygging hins heiðna manns fyrir hverfulum
friði og farsæld. Höfðamyndin var sett saman úr heldur hráum og óburð-
ugum spýtnafleka, 1,30 metra háum og 1,75 metra breiðum, sem mynd-
aði ferhyrndan grunn með hinu víðfræga fundahúsi skagandi út úr í miðj-
unni. Orminum er hleypt um 20 sentímetra upp af grunninum með mót-
unarkítti og málaður í grænum hermannalit. Efst á dökkmáluðum flekan-
um var málað með hvítum lit í hástöfum: Höfði og Miðgarðsormurinn -
Vor 1987 H. Hákon.
Það fór ekki hjá því að njótendum verksins yrði hugsað til allra þeirra
altarismynda sem prýða íslenskar kirkjur og málaðar eru á tré. Þótt
myndefnið væri ekki trúarlegt í eiginlegri merkingu tók það mið af fornri
hefð í evrópskri myndlist, goðsögulegri allegoríu til dýrðar friði og far-
sæld með öllum þeim væntingum sem bundnar voru slíkum listaverkum.
Allt frá dögum Krists og gott betur hafa verið gerð minnismerki sem
mæra stjórnvisku farsælla leiðtoga. Þess eðlis er hið þekkta minnismerki
Ara Pacis Augustae frá árinu 13 fyrir Krist, altari úr marmara helgað end-
anlegum friði í Gallíu og á Spáni sem Ágústus keisari Rómverja þakkaði
sjálfum sér fyrir að hnýta endanlega saman. Þótt altari Ágústusar væri
ekki trúarlegt með sama hætti og musteri helgað guðunum var það
skreytt allegorískum goðsagnamyndum rétt eins og Höfði Huldu Hákon.
Þannig var einsýnt að Hulda Hákon byggði verk sitt á mun víðtækari
hefð en þjóðlegri þó svo að myndefnið, inntak þess og tæknin kæmu að
mestu leyti heim og saman við íslenska myndhefð í kirkjum fyrri alda.
Reyndar má rekja hugmyndir hennar á notkun texta í verkum sínum til
námsáranna í New York. Árin 1984 til 1985 vann hún sem vörður í RS. 1,
þekktri listamiðstöð í hverfinu Queens, sem áður var opinber grunnskóli
eins og skammstöfunin bendir til. Ein sýninganna sem hún vakti yfir í P.S.
1 var mexíkósk kirkjulistarsýning. Meðal munanna voru töflur með mál-
uðum frásögnum af kraftaverkum. Þær voru þannig til komnar að al-
þýðufólk sem lent hafði í háska hét á Guð að bjarga sér með loforði um
að láta mála mynd af frelsuninni kæmist það klakklaust úr hættunni.
Skírnir, 174. ár (haust 2000)