Skírnir - 01.09.2000, Qupperneq 241
SKÍRNIR
MARGT BÝR í DJÚPUNUM
477
Hulda varð mjög snortin af fegurð þessara mynda og textanum sem var
óaðskiljanlegur hluti þeirra. Þessar mexíkósku þakkargjörðir áttu eftir að
hafa varanleg áhrif á list hennar.1
Skrautleg Islandskort
í lýsingum sínum á Miðgarðsormi fór Hulda eftir lýsingu úr íslensku
handriti frá 17. öld þar sem ófreskjan hringar sig um beitu sem
þrumuguðinn Þór egndi fyrir hana. Það var haus af uxa, eins og segir í
Snorra-Eddu, og horfðust þeir í augu, goðið og ormurinn, og var það hin
ógurlegasta sýn enda spjó kvikindið eitri þar sem það hékk á færinu. Við
það missti bátsfélagi Þórs, jötunninn Hymir, móðinn og hjó á vaðinn svo
að ófreskjan slapp aftur ofan í djúpin þar sem hún Iiggur uns ragnarök
vekja hana til nýrra óhæfuverka á efsta degi.2
Það voru þó annars konar lýsingar sem vöktu áhuga Huldu á sæ-
skrímslum. Sem fyrr reyndist Ameríkudvölin örlagavaldur í þeim efnum
því að hún segir svo frá að amma sín, Kristín, hafi sent sér konfektkassa
til New York með gömlum uppdrætti af Islandi á lokinu. Þetta var Is-
landskort Guðbrands biskups Þorlákssonar sem síðan var útfært í smiðju
hins virta, hollenska kortagerðarmanns, Abrahams Ortelius. Kort þetta
var hluti af mun stærra kortasafni, eða Atlas, sem út kom þrjátíu til fjöru-
tíu sinnum í Antwerpen á árunum 1570 til 1612, undir heitinu Theatrum
orbis terrarum. Kort Guðbrands biskups birtist fyrst árið 1590 í fjórða
Addimentum, eða viðauka, kortasafns Orteliusar.
Ekki mun vera vitað með vissu hvenær biskup teiknaði, eða lét teikna,
kortið, enda er þess sjaldan getið í heimildum. Það er eignað dönskum
fræðimanni, Anders Sorensen Vedel, eða Andreas Severinus Velleius á lat-
ínu, en sem sagnaritari Friðriks þriðja tileinkaði hann kortið húsbónda
sínum Danakonungi. Líklegt er að Vedel hafi fengið Guðbrand til að
teikna kortið.3 Myndamótið af því var gert árið 1585 og því hlýtur frum-
teikningin að hafa verið gerð nokkrum árum fyrr. Þá má reikna með því
að Guðbrandur hafi haft hönd í bagga með öllum mælingum, enda Is-
Iendingur og mun kunnugri strandlengjunni en allir þeir útlendingar sem
hingað til höfðu reynt að teikna kort af Islandi. Því miður er ekkert vitað
um heimildir biskups en gömul fjarðatöl, og ef til vill einnig forn kirkju-
töl, hafa trúlega auðveldað honum að draga upp mun raunhæfari mynd af
landinu en forverar hans höfðu gert. Að minnsta kosti varð til sú mynd af
1 Hulda Hákon. Sjónþing Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, 4.4. 1998, bls.
16-17.
2 Snorra-Edda, AM 738 4to.
3 Sjá „Kortasafn Háskóla Islands" eftir Harald Sigurðsson. Fylgirit Arbókar Há-
skóla íslands, Reykjavík 1982, bls. 17.