Skírnir - 01.09.2000, Page 245
SKÍRNIR
MARGT BÝR f DJÚPUNUM
481
Órædir eru Islands álar
Neðst á skildi sæhestsins stendur málað í reglulegum hástöfum: FarAway
From the Flemish Hat, eða Langt frá Flæmska hattinum. Með textanum
gerir Hulda Hákon tilraun til að staðsetja kynjadýrið, miða það út eins og
sjómaður. Hugmyndin um staðsetningu dýranna fæddist löngu eftir að
Hulda fann hjá sér hvöt til að koma þeim frá sér og losa sig við þessi
gömlu minni af konfektkassalokinu sem fangað höfðu athygli hennar. Á
öðrum skildi stekkur grimmúðlegur fiskur Ióðréttur upp úr djúpunum
suður af Sólheimajökli. I öldunum stendur skrifað: East ofVestmannaeyj-
ar Beneath the High Deep, eða Austur af Vestmannaeyjum undir Hádýpi.
Annað ferlegt kvikindi í fisks líki liggur suður af Reykjanesi. Á yfirráða-
svæði hans er ritað: South of Eldey in the Belgian Despair, eða Suður af
Eldey í Belgableyðunni. Enn austar eða úti fyrir Ingólfshöfða heldur sig
skoffín eða griffón sem hugsanlega gæti átt sér raunhæfa fyrirmynd í
skúminum, hinum tilkomumikla einkennisfugli sandanna suður af Vatna-
jökli. Á skjöld hans er letrað: South of Vatnajökull Close to the Slaughter-
house, eða Suður af Vatnajökli nærri Sláturhúsinu.
Meðal athyglisverðustu skrímslanna á uppdrætti Guðbrands biskups
og Orteliusar er einhvers konar finngálkn fyrir Vesturlandi. Á skerinu
undir fótum þess stendur: West of Snœfellsjökull on the Utterly Dismal
Grounds, eða Vestur af Snæfellsjökli á Svörtuloftasviðum. Á belg skepn-
unnar eru þrjú loftgöt og enni hennar prýðir blaðra í formi perlu. Bend-
ir það til að hér sé komin sækýr, ef til vill í ætt við kvígur þær sem
sæstúlkan frá Látraströnd lofaði veiðimönnum sínum. Ef menn náðu að
sprengja blöðruna á grönum þeirra urðu þær að landdýrum og tóku fram
öllum öðrum mjólkurkúm.13
Aðeins eitt af dýrunum á korti biskups á sér stoð í raunveruleikanum.
Það er ísbjörninn, sem telur á annan tug dýra á íshröngli úti fyrir norðan-
verðum Austfjörðum. Hulda beinir sjónum sínum að tveim dýrum í
fangbrögðum á einum jakanum meðan þriðja dýrið reynir að hefja sig
upp á nálægt klakastykki, en á því stendur: North of the Captain’s Den,
sem á íslensku útgáfunni hljóðar: Norður af Bæli karlsins.
Nú mætti ætla að bjarndýrin léðu þessu ágæta Islandskorti þann
raunveruleikasvip sem ekki er á færi kynjadýranna. En við nánari athug-
un kemur í ljós að hegðun bjarndýranna er allt önnur en eðlileg. Þau
renna stoðum undir áðurnefnda skoðun listakonunnar að dýrin séu stað-
genglar mannanna, því að þau Iíta helst út fyrir að vera menn í bjarndýra-
búningi. Þá er við nánari skoðun sitthvað ósiðlegt við athæfi þeirra enda
ber ekki á öðru en að annað dýrið hægra megin sé að reyna að stugga við
13 Sjá ÞjóAsagnabókina, tilvitnað bindi, bls. 176-77.