Skírnir - 01.09.2000, Side 246
482
HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON
SKÍRNIR
of nærgöngulum þreifingum félaga síns. Þriðji björninn er einnig býsna
mennskur í tilraunum sínum til að krafla sig upp á ísinn. Á korti biskups
er með öðrum orðum að finna forsmekkinn að ríflega þrjú hundruð árum
yngri teiknimyndafígúrum nútímans, Andrési önd og félögum, þar sem
dýr með mannlegt yfirbragð búa við mennsk gildi í manngerðu umhverfi.
Allt frá því að Artemis umbreytti Kallistó, formóður Arkadíumanna,
í birnu eftir að hún var orðin barnshafandi af völdum Seifs, hafa birnir
verið tengdir mönnum með yfirnáttúrulegum hætti f hjátrú margra þjóða.
Líkt og birnan Kallistó kom sveininum Arkas í heiminn gaut birna ein í
Grímsey mennskum börnum í hlöðu og náðist eitt barnið. Það var stúlka.
Hún var alin upp og braggaðist fljótt uns henni tókst að sleppa út á ís sem
lá við Grenivík. Skipti engum togum að birna kom aðvífandi og brá yfir
hana hrammi sínum og varð stúlkan þá samstundis að húni.14
Þannig eru skildir Huldu Hákon með dýrum af korti Guðbrands
biskups nátengdir þjóðlegum og alþjóðlegum minnum. Vissulega eru flest
dýrin kynjaskepnur sem einungis áttu sér stoð í hugarheimi Iiðinna kyn-
slóða. Það breytir því þó ekki að raunveruleg dýr, svo sem bjarndýrin,
voru í hugum manna jafn óraunveruleg og töfrum vafin og sjálf skrímsl-
in. Sennilega þekktu forfeður okkar bjarndýrin álíka vel og þeir þekktu
landið, legu þess, lögun og landslag. Þegar þess er gætt hve lítið er gert úr
Vatnajökli á kortum Guðbrands, og ekki hirt um að nefna þessa lang-
stærstu snæbreiðu landsins og álfunnar, ætti kynlegt útlit sjávardýranna á
miðum landsins varla að koma okkur á óvart.
Reyndar bendir flest til þess að landakort Orteliusar, þar með talinn
uppdráttur Guðbrands biskups, hafi gegnt allt öðru hlutverki en landa-
bréf á okkar tímum. Það var miklu fremur myndasaga eða myndskreyt-
ing en vegvísir. Islandskortið með skrímslum sínum og skrítnum stað-
háttum er því miklu huglægara - listrænna eða sálrænna ef menn vilja
orða það svo - en við nútímamenn eigum að venjast.
Þótt miklar framfarir hafi orðið í landafræði frá dögum Guðbrands
biskups er þó engin ástæða til að ofmeta raunverulega þekkingu okkar á
heiminum. Svo dæmi sé tekið kannast flestir Islendingar við einhver af
nöfnum þeim sem sjómenn hafa gefið miðunum umhverfis landið. Þó
hafa fæst okkar hugmynd um staðsetningu Paradísarholunnar, Belga-
bleyðunnar, Gullkistunnar, Rósagarðsins eða Selvogsfora, hvað þá heldur
umfang þeirra. Það er reyndar spurning hve vel afmörkuð öll þessi mið
eru. Sumir mundu halda því fram að djúpin umhverfis landið væru álíka
áreiðanlega skrásett og skynstöðvar heilans. Og hversu mörg af þessum
miðum eiga sér ekki fullkomlega ljóðræn heiti af sálrænum og skáldleg-
um toga sem sprottin eru af frjóu ímyndunarafli, væntingum eða draum-
um fremur en staðfræðilegum rökum?
14 Sjá sama rit, bls. 179-80.