Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 171

Skagfirðingabók - 01.01.1994, Side 171
FLÓÐ í HÉRAÐSVÖTNUM kom nokkru fyrir mitt minni. Ekki gátu þeir fyllilega ársett flóð þetta. Þeir kölluðu haust þetta „flóðahaustið rnikla" eða „haustið dæmalausa", sem hvort tveggja stefnir til þess, að slíkt flóð að hausti til hafi ekki þekkzt í þeirra minni. Fyrir löngu hefi ég slegið því föstu, að þetta hafi verið haustið 1887, og eru fyrir því fulltraustar heimildir.2 Þá var einstök illviðra- tíð, bæði hríðar og stórrigningar. I þessu haustflóði var róið á pramma frá Mikley og alveg hér yfir að túni. Þeir sem mundu og sáu bæði flóðin, vorflóðið 1925 og þetta haustflóð 1887, jöfnuðu þeim saman að vatnsmagni. Þetta haustflóð skemmdi stórkostlega með leirs og sands áburði engi öll hér fremra, sem flætt gat yfir, en er frá leið varð þar ágætur grasvöxtur í mörg ár. Þetta haust varð truflun mikil á haustgöngum vegna illviðra og flóða í Silfrastaðaafrétt þó veðursæl sé. Hefur slíkt ekki kom- ið fyrir síðan, nema haustið 1907, þá tepptust göngur um einn dag vegna dimmviðris. Get ég vel um þetta borið, því að ég hefi verið í göngum í Silfrastaðaafrétt síðan haustið 1906, að einu hausti undanteknu. Haustflóð mikið var líka 1902, eða þar um bil. Ekki man ég glögglega eftir því flóði. Mun það hafa flætt nokkuð yfir bakka hér fremra. Það flóð kallaði fullorðna fólkið „jökulhlaup". Vissi ég ekki hvað það nafn merkti, en gizka á, að hlýindatíð hafi verið um tíma, máske rignt eitthvað og þá einkum til öræfa. Það heyrði ég líka minnzt á, er hlýviðri voru lengi á sumri, að þá mundi verða mikið „jöklanám", þ.e. jöklar eyddust óvanalega mikið eða gengju saman.3 2 í bréfabók sýslumanns er greint frá flóði seinnipartinn í maí 1887, en einkenni- legt er, að sýslumaður skuli ekki minnast á haustflóð í skýrslu sinni. í Akur- eyrarblöð er skrifað um skriðuföll í Heiðardal í Gönguskörðum og stórflóð í Héraðsvötnum um haustið, en það virðist ekki hafa setið lengi í minni manna. Ritstj. 3 Þórarinn Jónasson bóndi og oddviti í Hróarsdal sagði í samtali 27. júlí 1984, að daginn áður hefði verið leirflód í Vötnunum. Leirflóð koma í sumarhitum vegna leysingar úr jökli. Flóð af völdum rigningar eða hláku verða tærari. SPÍ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.