Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 5
MÚLAÞING
3
•I
málum. Má pví vera að nokkur dráttur verði á útkomu 10.
heftisins ef ekki skipast veður í lofti frá því sem nú er.
Miilajúng á mörgum góðum mönnum skuld að gjalda og verður
hún ekki goldin nema með J’akklætinu einu saman. Nefni ég
J>ar til J>á er lagt hafa ritinu efni fyrr og síðar, umboðsmenn
J>ess, er margir hverjir hafa unnið }>ví af frábærri umhyggju, og
auglýsendur er lagt hafa J>ví lið. Sérstaklega J>akka ég J>eim mörgu
auglýsendum hér austanlands, sem ár eftir ár hafa stutt ritið,
J>ótt ugglaust sé ekki mikill gróðavegur að auglýsa í pví. Þá hafa
bæjar- og sýslufélög hér eystra stutt Múla}>ing svo og mennta-
málaráðuneytið og sé J>eim öllum J>ökk.
Margir hafa látið vinsamleg orð falla í garð Múlajúngs á liðn-
um árum. Eiga Austfjarðablöðin, Austurland og Austri, J>ar góð-
an hlut að máli auk margra einstaklinga er látið hafa uppi hug
sinn bréflega og í samræðum.
Gagnrýni hefur ritið einnig fengið og er ekki nema gott eitt
um hana að segja, J>ví vinur er sá er til vamms segir, og enga
ósk á ég betri ritinu til handa en J>á, að J>að fái stjórnendur er
færir séu um að gera öllum til hæfis.
Mér er mjög vel ljóst að margt hefði mátt fara betur í Múla-
þingi undir minni stjórn en raun hefur orðið á og er J>ar við mig
að sakast. Ýmislegt hefði verið hægt að gera betur með meiri
tíma — meiri vinnu, og ekki er fyrir pað að synja, að hjá mér
liggur efni sem mér hefur ekki gefist tóm til að fara svo höndum
um að birst geti á prenti.
í lok hundadaga 1976 S.Ó.P.
Um stafsetningu
Athugulir lesendur munu reka augun í ósamræmi í stafsetningu og
notkun greinamerkja í síðustu heftum Múlaþings. Sumar ritgerðir eru
prentaðar með z þótt meginhluti iesmálsins sé án hennar. Þá er sumstað-
ar haldið í hina gömlu kommusetningu, annars staðar nálgast þá nýju,
á enn öðrum stöðum eru kommur settar að geðþótta. Á þetta sér tvennar
orsakir: í fyrsta lagi er mér nokkuð í mun að sérhver höfundur fái að
skrifa þá stafsetningu er hann kýs, svo framarlega sem hann gætir sam-
ræmis í rithætti sínum. í öðru lagi hafa tiltektir íslenskufræðinga og
stjórnarvalda á síðustu misserum haft það af að uppræta hjá mér alla
virðingu fyrir tilbúnum stafsetningarreglum. — S.Ó.P.