Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 6
4
MÚLAÞING
Ármann Halldórsson:
HéroðsshjalasafB Húlasýslna homið í höfn
Safniö féhli verðmœtt bóhasafn að pf
Skjala- og bókasafn fyrir Múlasýslur var stofnað á Egilsstöð-
um 17. apríl sl., laugardaginn fyrir páska.
Forsaga þessarar stofnunar er í stuttu máli sú, að nefnd, sem
kosin var á sýslufundi Suður-Múlasýslu árið 1972, til að gera
tillögur um, hversu minnast skyldi byggðarafmælis 1974, lagði
til, að stofnað yrði skjalasafn fyrir sýsluna og jafnframt, að leit-
að yrði samstarfs við Norður-Múlasýslu, Seyðisfjarðarkaupstað
og Neskaupstað um aðild að málinu. Samstarf tókst milli sýsln-
anna, en kaupstaðimir höfnuðu aðild. Hið sama gerði Eskifjarð-
arkaupstaður síðar.
Samkomulag varð um, að safnið skyldi verða á Egilsstöðum
og fyrir væntanlegt safnhús keypt hús Pósts og síma við Fagra-
dalsbraut (byggt 1953).
Eins og oft vill verða dróst nokkuð, að til frekari framkvæmda
drægi, og leið svo fram yfir 1974. Á þeim tíma gerðist pað, að
Anna Guðný Guðmundsdóttir, ekkja Halldórs Ásgrímssonar
fyrrverandi alj)ingismanns, gaf hinu fyrirhugaða safni allan bóka-
kost ]?eirra hjóna, um 5000 bindi, með gjafabréfi dagsettu 17.
apríl 1974. Halldór Ásgrímsson andaðist að heimili sínu í
Reykjavík 1. descmber 1973, og höfðu )>au hjónin áður ákveðið
að gefa bókasafnið til Austurlands, en ekki búin að ráðstafa p\í
nánar. Kom pví í hlut Önnu og sona þeirra hjónanna að ákveða
það, og völdu pau skjalasafnið sem viðtakanda.
Þau Halldór og Anna Guðný eru bæði borgfirðingar að upp-
runa, voru búsett á f>rem stöðum á Austurlandi langa starfsævi.
Halldór var kaupfélagsstjóri á Borgarfirði 1922—42, kaupfé-
lagsstjóri á Vopnafirði 1940—59 (1940—42 á báðum stöðunum)