Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 8
6
MÚL AÞING
og útibússtjóri Búnaðarbankans á Egilsstöðum 1960—67. Anna
Guðný var skólastjóri á Borgarfirði 1920—42 og síðar kennari
á Vopnafirði. Þau fluttust til Reykjavíkur 1967.
Það var eitt hjáverka Halldórs á 40—50 ára starfsferli að
safna þessum bókum, sem skjalasafnið hefur nú eignast, og er
nú í safninu unginn úr þeim íslenskum bókum, sem útgefnar
voru frá pví um 1920 og fram yfir 1960. Þar að auki margt eldri
bóka bæði algengra og fágætra. Sérstaka rækt lagði hann við að
safna tímaritum í heild og bókaflokkum, og eru í safninu kjör-
gripir af pví tagi, svo sem rit Lærdómslistafélagsins, Klaustur-
pósturinn, Ný félagsrit, Skírnir, Eimreiðin, Iðunn, Samvinnan,
Búnaðarritið og Árbók Ferðafélags Tslands, svo að nefnd séu
dæmi um tímarit, Safn til sögu íslands, Menn og menntir, rit
Þorvalds Thoroddsens, Jarðabók Áma Magnússonar og Páls
Vídalíns, allar bækur Halldórs Laxness í frumútgáfu, Landnámu-
útgáfan af verkum Gunnars Gunnarssonar, fornrit flest, ef ekki
öll, mikið af ljóðabókum og einstökum verkum fjölmargra höf-
unda, og er hér fátt eitt nefnt. Allar bækurnar að kalla eru
bundnar.
Hér hefur verið veitt af rausn og ber nú mannlega við að taka
og halda áfram hinu merka söfnunarstarfi, enda í trausti J>ess
gefið.
—o—
Þótt safnið sé formlega stofnað, verður }>að ekki í bráð opnað
til almennra nota, þar sem ýmislegt er ógert. Nokkurt safn rit-
aðra gagna er að vísu komið og fleira skráð heima fyrir, og er
par um að ræða árangur af söfnunarferð Eiríks Eiríkssonar frá
Dagverðargerði, sem ferðaðist víða um Múlasýslur sl. sumar.
Hins vegar er ekkert bví til fyrirstöðu að taka við skjölum, rit-
uðum og prentuðum bókum, myndum og öðru pvi, sem heima
á í héraðsskjala- og bókasafni, en ekki er hægt að koma skjölum
í aðgengilegt horf og taka til afnota fyrr en skjalageymslur eru
komnar upp og kominn húsbúnaður í lesstofu. pvi að um önnur
útlán verður ekki að ræða nema í sérstökum tilvikum.
Við stofnunina voru viðstadd'r svnir beirra Önnu og Halldórs
Árni lögfræðingur Egilssöðum, Ásgrímur kaupfélagsstjóri Homa-