Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 9
MÚL AÞING
7
firði, Ingi Björn og Guðmundur starfsmenn S. f. S. Reykjavík
og Halldór kaupfélagsstjóri Vopnafirði, ennfremur menntamála-
ráðherra, sem færði safninu ljósprentað eintak af Landnámu-
handritum frá Menntamálaráðuneytinu, Ragnar Hall sýslufull-
trúi Suður-Múlasýslu. sveitarstjóri Egilsstaðahrepps, safnstjóm-
armenn o. fl.
í safnstjóm eru Jón Kristjánsson Egilsstöðum (form.) og
Ragnar H. Magnússon Brennistöðum fyrir Suður-Múlasýslu og
Helgi Gíslason fyrir Norður-Múlasýslu, en umsjónarmaður safns-
ins er Ármann Halldórsson Egilsstöðum.
Á. H.
Hjörleifur Guttormsson:
Þjóðminjasýning SAL 1976
Ávarp við opnun 19. júní 1976
Góðir gestir, menntamálaráðherra, hjóðminjavörður og aðrir
viðstaddir.
Mér er það mikil ánægja að geta í nafni Safnastofnunar Aust-
urlands boðið ykkur velkomin til opnunar þessarar pjóðminja-
sýningar, sem Safnastofnunin stendur að í samvinnu við Minja-
safn Austurlands. Hér eru raunar á ferð tvær sýningar, auk minja-
sýningarinnar sérstök sýning tengd húsvemd, og var hún upp-
haflega sett upp í Reykjavík í fyrra í tilefni af húsfriðunarári
Evrópuráðsins. Aðalhöfundur hennar, Hörður Ágústsson, listmál-
ari og húsafræðingur er staddur hér á meðal okkar, en að sýning-
unni standa Þjóðminjasafnið, Norræna húsið og Torfusamtökin
svokölluðu, þau sem vöktu athygli á gildi Bernhöftstorfunnar í
miðbæ höfuðborgar okkar. Safnastofnun bauðst fessi sýning sl.