Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 11
MÚLAÞING
9
stoðar margra, einkum \ó haft traustan stuðning af eiginkonu
sinni. Elísabetu Jóhannesdóttur á lokasprettinum. Ég vil fyrir
hönd Safnastofnunar \akka Gunnlaugi starfið og hugmyndina að
þessari sýningu og vona að )?að sem við ekki fáum launað beri
ávöxt á staðbetri hátt en goldið verður í fallvöltum krónum.
Þótt hlutur Gunnlaugs sé hannig mikill. hefði sýning þessi pó
ekki orðið annað en hugsmíð, nema til hefði komið góð aðstoð
og skilm'ngur margra aðila, öðru fremur forráðamanna skóla,
sveitarfélags og ýmissa fleiri hér á Egilsstöðum. Þannig fengum
við strax góðar undirtektir um húsnæði fyrir sýninguna og fyrir-
tæki eins og KauDfélag Héraðsbúa og Byggingafélagið Brúnás
hafa verið innan handar um efni í umgjörð um sýninguna. Öllum
þessum aðilum færi ég bestu pakkir aðstandenda sýningarinnar.
Tnntak sýningarinnar má segja að sé líf og starf sveitafólks eins
og pað gerðist fyrir vélaöld, kannski nálægt aldamótunum síð-
ustu, án f>ess \>ó reynt sé að tímasetia \að nánar. Til betra yfirlits
er sýningunni skipt í deildir, \ar sem fram koma verkefni eftir
árstíðum, vorvinna, haust- og vetrarstörf. eða flokkað er eftir
eðli starfa: að koma ull í fat. .. og mjólk í mat, svo stiklað sé
á fyrirsögnum. Munir á sýningunni eru á fjórða hundrað, bæði
úr fórum Minjasafns Austurlands og Safnastofnunar, og ekki
greint \ar á milli, og fáeina muni hafa einkaaðilar lánað til
sýningarinnar. Hér mun kominn drjúgur hluti minja frá Skriðu-
klaustri. og brot af því sem safnað var í fyrrasumar og varðveitt
er í gevmslu hér á Egilsstöðum. Mikið af ]>ví safni er hins vegar
lasburða og J>arfnast aðdyttingar kunnáttumanna, áður sett verði
á sýningu. Það var heldur ekki kappsmál hönnuða, að tjalda hér
til sem mestu magni, heldur láta minjarnar falla að inntaki sýn-
ingarinnar. Hver munur er tölusettur og vísar númer til sýning-
arskrár, \ar sem lesa má heiti hlutar og nafn j>ess, er gaf hann til
safns eða léði á sýninguna.
Ótaldar eru hins vegar hinar mörgu myndir á sýningunni, enda
tala \ær skýru máli með minjunum. Myndir þessar eru fengnar úr
ýmsum áttum, m. a. úr einkaeign og ferðabókum um ísland, en
stærsti hlutinn úr einum stað er frá Vigfúsi Sigurgeirssyni, ljós-