Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 13
MÚLAÞING
11
hvergi sæi stað ef ekki hefði komið til sérstæð samvinna þriggja
ættliða. Fáir gjalda sínum átthögum slíku. Ég leyfi mér í nafni
viðtakenda og ég hygg allra Austfirðinga að þakka þessa höfð-
inglegu gjöf, þakka Magnúsi og bið hann að bera föður sínum
þakkir og kveðju okkar með ósk um að hann nái að heimsækja
okkur glaður og reifur síðar í sumar. — Ég vil geta þess, að eftir
að sýning þessi er afstaðin fáum við inni með Vallaneslíkanið á
lesstofu Héraðsskjalasafns Múlasýslna, uns Minjasafni Austur-
lands hefur vaxið fiskur um hrygg og opnað varanlega sýningar-
sali.
Sitthvað fleira mætti um sýningu þessa segja, en ég spara mér
frekari orð og vísa til sýningarskrár, par sem nánar er fjallað um
aðföng hennar og sitthvað skráð um stöðu hjóðminjavemdar hér
eystra. Sýningarskráin er gefin út í 5000 eintökum og má af pví
marka bjartsýni aðstandenda sýningarinnar um aðsókn og undir-
tektir við pann málstað, sem henni er ætlað að vinna gagn. Mennta-
málaráð styrkti myndarlega útgáfu sýningarskrárinnar, svo og
mörg fyrirtæki og stofnanir með auglýsingum.
Góðir gestir. Ég vil að lokum minna á há framsýnu áhugamenn,
sem hófu merki bjóðminjaverndar á Austurlandi fyrir hálfum
fjórða áratuí? og stofnuðu til Minjasafns Austurlands. Merki
Úeirra hefur staðið höllum fæti um hríð. en ég vona að með
stuðningi almennings og forystumanna okkar á p'msi og víðar,
takist að rétta pað af sem fyrst. Til f>ess að flýta fyrir pví var
efnt til pessarar sýningar.
Úr Skarðsárannál 1517
„Svo bar til á Löndum í Stöðvarfirði á Austfjörðum á íslandi; þar bjó
sá maður, er Steingrímur hét. hans kona hét Anna; hún tók barnssótt um
Mikaelsmessu, og síðan lá hún með þeirri sótt fram á föstu, og þá gróf
hol á hennar kvið fyrir ofan naflann, og kom þar út handleggsbein barns-
ins holdlaust, og skammt þar eptir gróf þar nærri annað gat, og kom þar
út hausskeljarbeinið, og voru þar úttekin öll líkamleg bein barnsins, en
síðan greri konan innan lítils tíma“.