Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 17
MÚLAÞING
15
Stefán Sigurðsson
í Ártúni:
Leikur og ljósmynd
Ungmennafélagið Fram í Hjaltastaðarþinghá var stofnað í októ-
bermánuði árið 1910. Eins og hjá öðrum ungmennafélögum voru
íþróttaiðkanir ofarlega á stefnuskrá f>ess. Fyrstu árin beindist
petta mest að sundi og glímu en um og eftir 1915 var farið að æfa
knattspymu og naut hún þegar, eins og jafnan síðar, mikilla
vinsælda.
Á Fljótsdalshéraði mun hún fyrst hafa verið iðkuð af nemendum
við Eiðaskóla og breiddist paðan út til ungmennafélaga á Héraði
og einnig, að ég held, til þéttbýlisstaða á Austfjörðum. í Fram
var strax frá byrjun mikill áhugi fyrir knattspymunni. Aðstaðan
var pó langt frá pví að vera góð til æfinga. Sveitin víðáttumikil,
engir vegir, svo hesturinn var, eins og fyrr, eina samgöngutækið.
Staðir óvíða frá náttúrunnar hendi sem hægt var að nota til æf-
inga. Þó var einn staður góður enda oftast notaður. Var paö ár-
bakki milli bæjanna Jórvíkur og Kóreksstaða, rennsléttur og
mjúkur. Þó var einn galli par á að í vætutíð var hann blautur og
þungur og ófær með öllu eftir stórrigningar.
Um þessar mundir stunduðu pó nokkrir ungir menn í sveitinni
nám að vetrinum en voru heima á sumrin. Voru púr við nám,
auk Eiðaskóla, í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og við bænda-
skólana á Hólum og Hvanneyri. Var svo komið um og eftir 1920
að Umf. Fram hafði á að skipa sæmilega góðu knattspymuliði á
J>eirrar tíðar mælikvarða. Fyrsti kappleikurinn, sem félagið tók
f>átt í, var á milli þess og Borgfirðinga árið 1918. Var sá leikur