Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 18
16 MÚLAÞING
háður á Borgarfirði. Árið eftir komu svo Borgfirðingar í heim-
sókn til okkar.
Um þessar mundir stóð knattspyrna með allmiklum blóma hjá
íþróttafélaginu Huginn á Seyðisfirði. Eitthvað mun hafa verið um
pað rætt að félögin Huginn og Fram leiddu saman hesta sína í
knatttspymu og sumarið 1921 barst svo áskorun til Fram, frá
Seyðfirðingum, að mæta ákveðinn dag til keppni í knattspyrnu.
Lét Fram ekki á sér standa og tók áskoruninni. En pá vildi svo
illa til að daginn áður en leikurinn átti að fara fram, gerði aus-
andi stórrigningu og öll ferðalög útilokuð, vegna vatnsflóða og
veðurs, svo ekki varð af f’ví að félögin reyndu með sér f>að sum-
arið.
En næsta sumar, sumarið 1922, var fráðurinn tekinn upp að
nýju og ákveðið að Fram skyldi mæta til leiks fyrsta sunnudag í
ágúst. Sá leikur fór fram á tilsettum tíma. Varð hann mér mjög
eftirminnilegur og hyggst ég nú rifja upp pað helsta sem ég kann
frá honum að segja. Þetta var fyrsti kappleikurinn sem ég tók
f>átt í með félögum mínum, yngstur keppenda, 17 ára gamall.
Ég bæði hlakkaði til og kveið fyrir. Ekki minnkaði f>að kvíða
minn, að ég var settur í stöðu hægri innherja en hafði á æfingum
jafnan leikið í vörn og oftast sem hægri framvörður. Þó veitti
pað mér nokkurn sálarstyrk að við hlið mér í stöðu hægri útherja
lék einn okkar allra besti ieikmaður, Aðalsteinn Hallsson frá
Kóreksstöðum.
Lagt var af stað snemma dags á laugardag og komið saman á
tilsettum tíma, skammt frá innsta bæ austur við fjallið. Farin var
Vestdalsheiði og komið til Seyðisfjarðar ekki löngu eftir miðjan
dag. Meiningin var að nota ferðina einnig til að versla og reka
ýmis önnur erindi í bænum, því pá voru verslanir og skrifstofur
opnar á laugardögum sem aðra virka daga. íþróttafélagið Huginn
sá um að útvega gististaði fyrir pá, sem ekki gistu hjá frændum
og venslafólki, en j>að voru margir úr hópnum. Mikil samskipti
voru pá við Seyðisfjörð af Úthéraði og ferðir tíðar bæði sumar og
vetur.