Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 19
MÚLAÞING
17
Á sunnudaginn var stillt og gott veður. Kjörið knattspyrnu-
veður. Ef ég man rétt, átti leikurinn að hefjast kl. 2 um daginn
en var frestað um 1 eða 2 tíma vegna þess að þcnnan sama dag
var vígð nýbyggð kirkja á Seyðisfirði og vorum við félagar að
sjálfsögðu við pá athöfn. Það var því ekki fyrr en kl. 3—4 sem
ieikurinn byrjaði.
Þegar á völlinn kom beindist athygli okkar sérstaklega að ein-
um manni í liði mótherjanna. Var pað markvörður þeirra, mjög
hár maður og þrekinn að sama skapi. Þetta var útlendur náms-
maður, sem þetta sumar vann á símstöðinni á Seyðisfirði, en tók
jafnframt pátt í knattspyrnu með Huginsmönnum í frístundum
sínum.
Hófst nú leikurinn. Taugaspennu gætti hjá báðum aðilum í
Liö Hjciltastaðarþinghcírmanna í leiknum, er hér greinir frá:
Björn Guttormsson Ketilsstöðum, Einar Halldórsson Kóreks-
stöðum, Geir Sigurðsson Rauðholti, Þorvaldur Sigurðsson Rauð-
holti, Stefcin Sigurðsson Rauðholti, Sigbjörn Sigurðsson Rauð-
holti, Aðalsteinn Hallsson Kóreksstöðum, Þorsteinn Sigfússon
Sandbrekku, Páll Geirmundsson Hóli, Ragnar Geirmundsson
Hóli, Ingvar Halldórsson Kóreksstöðum.
2