Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Síða 21
múlaþing
19
in, sem J?eir gerðu, engin glæsimörk. En spurt er að leikslokum en
ekki vopnaviðskiptum.
Að leik loknum var sest að sameiginlegri kaffidrykkju sem
Seyðfirðingar buðu til í veitingahúsi í bænum, sem mig minnir að
væri kallað Skálanes. Var þar skipst á vinsamlegum orðum. Þeir
þökkuðu okkur fyrir komuna en við þeim fyrir móttökurnar sem
voru hinar prýðilegustu í alla staði. Báðir létu í ljós óskir um að
áframhald gæti orðið á slíkum samskiptum.
Heim héldum við svo um kvöldið, eða nóttina, því liðið var á
nótt þegar peir, sem lengst áttu að sækja, komu heim. Ekki var nú
eindreginn ánægjusvipur yfir hópnum j?egar hann sneri heim aft-
Ur. Gátum víst ekki með öllu leynt vonbrigðum okkar pví náttúr-
lega höfðum við hugsað okkur, sem sjálfsagt var, að koma heim
nteð pálmann í höndunum pví enginn stekkur lengra en hann
hugsar. Ósigrinum tókum við samt með jafnaðargeði eins og
sönnum íþróttamönnum sæmir.
Ljóst má vera eftir á, að vígstaða okkar öll var svo miklu lakari
en mótherjanna að hreint afreksverk hefði verið, hefðum við borið
hærri hlut í viðureigninni. Seyðfirðingar léku hér á sínum heima-
Velli sem var mjög ólíkur okkar mjúka grasvelli. Byggðarlagið
niörgum sinum fjölmennara og aðstaða til æfinga öll önnur og
betri en hjá okkur, svo eitthvað sé nefnt. Þó held ég að margir,
sem á horfðu, hafi álitið að við hefðum að minnsta kosti átt að
ná jöfnu í leiknum og jafnvel, með aðeins meiri heppni, átt að
hera sigur úr býtum.
En dagurinn sá var ekki okkar dagur eins og stundum heyrist
sagt nú á tímum um þetta efni.
Nú, Jægar þessar línur eru festar á blað, er hálf öld og J?rem
arum betur þó, síðan nefndir atburðir gerðust. Þó eru átta af J>eim
eUefu leikmönnum Fram, sem J’átt tóku í keppninni, enn ofar
nioldu. Tveir þeir elstu nýlega dánir, pá um og yfir áttrætt. Einn
bó af slysförum fyrir aldur fram, um sextugsaldur. Hópurinn hef-
nr því enst vel, enda held ég að fullyrða megi að þetta hafi verið
hraustir menn, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Engir búningsklefar voru pá komnir við knattspyrnuvöll Seyð-