Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 26
24
MÚLAÞING
annars var sjaldan farið og vond leið. f þessari ferð hafði ég með
mér ágætan fylgdarmann, Helga Björnsson, fæddan og upp-
alinn í Njarðvík. Þegar við vorum komnir nokkuð út fyrir Bakka-
uerðisþorp er komið sólskin, og j>á sé ég glampa á margar snjó-
vörður, j>ar sem bæirnir í Geitavík áttu að vera, en þar var
slétt hjarnið yfir öllu. Ég spyr fylgdarmanninn, hvaða vörður
betta séu, og hann svaraði, að j?ær væru til að marka, hvar geng-
ið væri niður í fjárhúsin á túninu og niður í sjálf bæjarhúsin.
Þennan sama dau og ég fór til Niarðvíkur, fóru átta Borgfirð-
invar til Húsavíkur til að leita fvrir Húsvíkinga að heyjum, sem
|>eir áttu inni í Vfk, en höfðu týnzt í fannfergið. Þeir vissu pó
mið á þeim og höfðu með sér langar stengur, sem þeir stungu
niður í snióinn, |>ar til j>eir fundu heyin. Og í Njarðvík var bær-
inn svo niðurerafinn, að þeear ée kom j>ar um hádegið, varð að
hafa liós í baðstofunni.
Upd úr páskum fór tíðin batnandi os f>á hætti að kyngja niður,
en sniórinn lá vfir öllu lanet fram á sumar“.
Það týndust víðar hev en í Húsavík í j>essu fannfergi. í Borg-
arfírði týndust bæði hey og svarðarhlaðar og varð leit að. Þá
átti heima í húsi, sem nefndist Sjávarborg í Bakkagerðisporpi,
Ólafur Gíslason. Hann átti þennan vetur hey austur í Þrándar-
staðafiaú'. Fór hann síðari hluta vetrar að sækja sér hey og höfðu
menn við orð að leh gæti orðið úr hví, j>ar sem gaddurinn var
svo mikill og hverei sá kennileiti. Er nú farið sem leið lieeur
har til Ólafi fannst hann mvndi kominn f>ar sem hann hafði
kastað hevinu oe var j>á farið að leita með stöngum, sem stungið
var niður. til að kanna hvar heyið væri. Var leitað út frá j>essum
bletti í allar áttir en svo fór að ekkert fannst o» j>ótfi e:eandanum
furðu eeena, fannst hann vera svo viss um að vera á réttum stað.
Átti nú að halda heim við svo búið, en fyrst ætluðu Ólafur oe
félaear hans að setiast niður oe hvfla sig litla stund. Stineur j>á
Ólafur staf sínum niður milli rima á tómum sleðanum. sem j>eir
höfðu meðferðis, en kemur bá niður á kollinn á heyinu. „Þá bæði
hló ée oe bö1vaði“, saeði Ólafur síðar.
Á Hólalandi var geneið eftir baðstofumæninum, er vatnið var
borið í bæinn.