Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Side 28
26
MÚLAÞING
á litlum hól rétt við Grjótána og var skaflinn sléttur af mel-
brúninni utan við ána, yfir hana og yfir á bæinn.
Brygði til snöggrar hláku og árnar kæmu ofan á gaddinn horfði
til stórra vandræða á Jökulsá, en svo vel vildi til, að allan þennan
óhemju snjó tók upp hægt og hægt með sólbráð en aldrei kom
asahláka. Annars hefði illa farið par og víðar.
Heimáldír: Sld.bl. Tímians 40. tbl. 19'6i3.
Munnleg frásíögn Eyjólfs HannesBonar.
síra Ág-úst Sigurðsson:
Valþjófsstaður í Fljótsdal
— gripið niður í kirkjusögu fram til 1789 —
Af Ásunum fyrir innan Hallormsstað er mikil og fögur útsýn
yfir um Fljót og inn til Fljótsdals. Sér hér um mikinn hluta
byggðar í hinum víðlenda Fljótsdalshreppi, sem nær svo langt
til suðausturs, að hann á mörk við Geithellahrepp og síðan Aust-
ur-Skaftafellssýslu, á jökli í suðri, en að Jökulsá á Brú í vestri
allt út um Kárahnjúka við hin regin djúpu og ægifögru Jökulsár-
gljúfur. Ráða síðan sveitarskil við Jökuldalshrepp, sem einn er
víðlendari allra byggða á Austurlandi, og fylgja löngum vatnaskil-
um á Fljótsdalsheiði, en að utan mörk Fellahrepps, hið neðra við
Hrafnsgerðisá, unz hún steypist í ótal fossum niður að Lagar-
fljóti. Innar af Ásunum mætast Skógar í Vallahreppi og Fljóts- <»
dalur við Gilsá, sem einnig skiptir Múlasýslum. Þar eru og sókn-
armörk Vallanes- og Valþjófsstaðarsókna og um leið samnefndra
prestakalla, en áður Hallormsstaðarprestakalls allt fram til 1881,
er síðasti presturinn hvarf þaðan, síra Sveinn Níelsson fræði-
maður. Var Hallormsstaðarsókn sameinuð Þingmúlasókn í Skrið-
dal 1895 og síðar Vallanessókn, nema Skriðdalsbæimir Geirólfs-