Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 29
MÚLAÞING
27
staðir og Mýrar, sem áfram áttu sókn að Múlastað og greint var
frá í síðasta hefti Múlajúngs.
í fornum úttektum við kirkjuskoðanir, s. n. máldögum, eru 11
bæir taldir eiga sókn til ValJjjófsstaðar. Hjáleigur eru eigi að-
greindar heimajörðum né útbýli aðalbólum, og er sóknin því
ekki sögð taka til fleiri bæja, en landfræðilega nær hún til allrar
byggðar í Fljótsdal innan við Valþjófsstað og austan Jökuls-
ár. Skriða og bæirnir par fyrir utan voru í Bessastaðasókn og síðar
Skriðuklausturssókn, er kirkjan, sem vígð var par 1512, tók við
af Bessastaðakirkju, sem í öndverðu var höfuð kirkjan í Fljótsdal.
Svo er talið, að Bessastaðir heiti eftir j>eim, er par bjó fyrstur,
Bersa syni Özurar, sonar Brynjólfs landnámsmanns í Fljótsdal.
Er pað sennilegra en skýringin á nafni Valþjófsstaðar, sem til
skamms tíma voru kallaðir Valþjófsstaðir, en staðurinn á að bera
nafn Valj>jófs nokkurs, er handsamaður var með öðrum útilegu-
mönnum í Þjófadölum suður af Snæfelli. — Ekki er sannanlegt,
að kirkja á Bessastöðum væri sett miklu fyrr en á Valþjófsstað,
en par skildi millí, að á Valþjófsstað var hún hálflandi og hefur
hvorki verið jafn stór né vel skipuð um þjónustu og á Bessastöð-
um í fyrstu. Eftir 1306, þegar Valþjófsstaðarkirkja eignast alla
hina víðlendu og kostasælu jörð og j>ar verður staður að fram-
gangi þeirrar sættargerðar, sem á var fallizt 1297 um yfirráð
kirkjustaðanna, er vegsemd hennar ótvírætt orðin meiri en Bessa-
staðakirkju. Ámi Þorláksson, sem sat á biskupsstóli í Skálholti
1269—1298, gekk svo ríkt eftir j>ví, að leikmenn j>eir, er reist
höfðu kirkju á jörð sinni afhenti kirkjunni alla jörðina, að hann
hlaut af viðurnefnið Staða-Árni, sem hann er nefndur æ síðan.
Sáttmálinn var sá, að pær kirkjur, sem áttu hálfa jörð, sem á
Valþjófsstað, eða meir, skyldu vera í umsjá kirkjuvaldsins, en
aðrar leikmanna. Urðu j>ví margir bændur, er sátu eign og óðal
ættar sinnar, leiguliðar kirkjunnar, en hlutu brátt að víkja fyrir
staðarpresti, er kirkjujörðin var orðin s. n. beneficium, j>. e. prest-
setur, j>ar sem prestur kirkjunnar var ábúandi jarðarinnar með
fullum rétti og umráðum. Er svo skipað enn í dag á j>eim sveita-
prestsetrum, sem haldizt hafa í landinu. Aðrir kirkjustaðir hafa
ýmist verið seldir ábúendum sem kunnugt er eða eru leigujarðir