Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 30
28
MÚLAÞING
í umsjá Jarðeignadeildar ríkisins. Þótt lok staðamála á ævikvöldi
Staða-Árna j?ækti hörð aðgöngu, voru þau linun frá kröfugerð
Þorláks biskups Þórhallssonar, sem einni öld fyrr hafði heimtað
kirkiustaði alla undir vald sitt, án nokkurra undanbragða.
Skriðuklaustur, sem var lang yngst allra íslenzkra helgisetra,
og hið eina á öllu svæðinu frá Eyjafirði austur um og suður á
Síðu, og var stofnað 1494 ári fyrr en plágan síðari lagðist með
jnmea sínum og hörmungum yfir Austurland, var í Bessastaða-
sókn. Þótt kirkjur væri á báðum nágrannajörðunum, Valfjófs-
stað og Bessastöðum, var efnt til kirkjugerðar á klaustrinu sem
fyrr segir, og fór pá brátt hnignandi fyrir Bessastaðakirkju. Hún
er samt kölluð hálfkirkja í máldaga Gísla biskups Jónssonar um
1576, en þeear Brvnjólfur Sveinsson biskup vísiterar í Fljótsdal
hinn 6. áeúst 1641, er ekki framar kirkja á Bessastöðum og
iörðin talin Skriðuklausturseign.
Kunnugt er um þriðja guðshúsið í hinni fornu Bessastaðasókn,
en það er bænhús, sem lengi stóð á Brekku. Er pað glöggt dæmi
þess, ásamt hinum möreu bænhúsum inni í Fljótsdalnum og
kírkiu á ðh'ðivöllum ytri, hve þétt helgidómarnir voru settir fyrr
á öldum. Þá hefur einnig verið bænhús á Arnheiðarstöðum, en
ekki getur par kirkju í fornum heimildum, sem sumir vilja pó
álíta, enda sæmilega skipað, pó að þar væri aðeins bænhús. Á
Arnhe'ðarstöðum var Kristfjárjörð að hremur hlutum og hefði
bví orðið að leita kirkjunni fjárhaesstuðuls annars staðar. en
fiórðune iarðarinnar átti Valþjófsstaðarkirkja. Var sá hluti jafn-
an nefndur Arnheiðarstaðapartur. Er ætlandi, að hann væri yzti
hluti landsms, enda bendir Parthúsa nafnið til þess. Ýmsir hyggja,
að pan he'ti eftir Parthúsa-Jóni, sem hin hroðalega þjóðsaga er
um, að væri tættur sundur, en hitt mun réttara, að þau beri nafn
Valbjófsstaðarhlutans í Arnheiðarstöðum, en nafn Jóns síðan
bundizt staðnum, har sem hann lét líf sitt með svo óhugnanlegum
hætti.
Er munklífi var af lagt á Skriðuklaustri um 1552, eða 11 árum
eftir hin ooinberu siðskipti í Skálholtsbiskupsdæmi, lék á ýmsu
um pjónustu kirkjunnar ];ar. Þó að með ólíkindum virðist um
kirkju á nágrannajörð prestsetursins á Valþjófsstað, mun henni