Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 31
MÚLAÞING
29
hafa verið þjónað á tímabilum frá Ási í Fellum. Þar var eigi stað-
ur, fyrr en Brynjólfur biskup hafði hreppt Ás í sektargjöldum
síra Daða Halldórssonar og gefið til ævinlegs prestseturs 1669.
Búendur á ríkissetrunum Ási og Skriðuklaustri hafa pá haldið
prest sameiginlega, en ekki er sú skipan samfelld eða langæ. í
Prestatali síra Sveins Níelssonar er fyrst tilgreindur prestur á
Skriðuklaustri um 1640, en kunnugt er par urn nokkra heimilis-
presta næstu 98 árin eftir pað. — Síra Hallvarður Einarsson
rýmdi á Valþjófsstað 1582 fyrir tengdasyni sínum og var síðan
á Skriðuklaustri í 24 ár. Er óvíst, hvort hann hefur haft )>ar J>jón-
ustu. Slíkt virðist alls ekki hafa verið gildum búendum kappsmál,
pótt vígðir væri, nema þegar nota Jrurfti prestinn í bóndanum til
þess að ná í búsældarlegan kirkjustað.
Mjög fámenn prestaköll, þar sem kirkjueignir voru rífar og
bújörð álitleg voru eftirsóktust, en þjónusta á útkirkjum og söng-
ur á bænhúsum J?yrnir í augum. Prestar, sem unnu pað til að taka
brauð, sem fylgdi útsóknir, ef jörð var góð, kirkjujarðir margar
og mikil hlunnindi, héldu aðstoðarpresta sem frekast máttu og
sátu fast að búi sínu. Á Valjrjófsstað var svo skipað lengi á
katólska tímanum vegna útkirknanna á Bessastöðum og Víði-
völlum ytri og hinna mörgu bænhúsa, að pav voru 2 prestar og
2 djáknar. Annar presturinn var staðarhaldarinn og stórbóndi,
pegar sæmilega áraði, sem skammtaði hinum af tilfallandi tekj-
um og söngeyri, en djáknar hafa naumast verið ofhaldnir, )>ótt
j>eir ætti rétt á fæði og húsaskjóli. Voru jreir og aðstoðarprestur-
inn léttari á fóðrum vegna iðulegs guðsjrjónustuhalds annars
staðar, en par var skyldugt að veita mat og drykk, en hestum
hey eða haga. Aðstoðarprestahaldið í nýjum sið er ájrekkt, nema
að pá var sóknarpresti í sjálfsvald sett, hvort hann réði til sín
kapelán. Komu pá nálægar kirkjujarðir og jafnvel hjáleigur oft í
góðar þarfir, er aðstoðarpresturinn pá mest öll laun sín í aðstöð-
unni til búskapar j?ar.
Töluverðar breytingar urðu á kristnihaldi og kirkjuskipan hér
á landi um og eftir veru Ludvigs Harboes, hins merka danska
tilsjónarmanns og síðar Sjálandsbiskups, 1741—1745. Hefur hann
verið næsta glöggur á aðstæður og fundvís á ýmsar j>ær greinir,