Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Page 34
32
MÚLAÞING
hafi efnt til kirkjugerðar á Valþjófsstað, þegar petta er haft í
huga, en vitað, að hver sá, er nokkurs mátti sín, reisti kirkju á
bæ sínum þegar hin fyrstu sumur eftir að kristni var lögtekin.
Þess er ekki von, að Þorvarður Þórarinsson á Valþjófsstað, sem
vér ætlum, að sé höfundur Njálu, geti um kirkjugerð Sörla á
staðnum, jafnvel þótt munnmæii um það hefði geymzt. Sagan
hefur ekkert slíkt persónulegt mót eða svo beina staðfræði, pó
að leiðum öllum á Austurlandi sé par lýst af nákvæmni. En }>að
er annað, sem slævt hefur áhuga Þorvarðs á kirkjunni. Hann er
kallaður „síðasti goðinn'1, af p\í að hann varð síðastur höfðingja
á Austurlandi til að ganga Noregskonungi á hönd, tveimur árum
eftir gerð Gamla sáttmála, og Austurland síðasti fjórðungurinn,
sem glataði þjóðfrelsinu. Kunnara er en frá Jmrfi að segja, að
kirkjuvaldinu var mjög um kennt, hversu fór, og pá einkum
Guðmundi biskupi Arasyni. Þorvarður Þórarinsson sættist að vísu
síðar við konung og pá af honum virðingar og titla, en hann
heldur sízt á loft kirkjugerð Sörla, er hann minnist á komu
Flosa brennuvargs að Valpjófsstað. Áhugi hans var og enn minni,
par sem hann vissi um kröfu Þorláks biskups Þórhallssonar á
ofanverðri 12. öld í kirkjustaðina. Hafi hann ekki ritað Njálu á
Valþjófsstað, en syðra, er hann var setztur að á Rangárvöllum,
kemur og til, að vinátta hans og Áma biskups Þorlákssonar
snerist í illsakir vegna staðamála, sem Árni biskup tók upp af
nýju og að var vikið.
Oddur bróðir Þorvarðs bjó einnig á Valþjófsstað. Hann hefur
verið nefndur Sturlungaaldarmaður með sögualdar svipmóti og
var mikils háttar. Valþjófsstaður var eign og óðal þeirra Svín-
fellinga, eða Freysgyðlinga, sem stundum eru nefndir á 12. og
13. öld, mestu valdaættar á Austurlandi. Þórarinn faðir þeirra
bræðra bjó á Valþjófsstað, og var kona hans Helga Digur-Helga-
dóttir. Faðir Þórarins var Jón Sigmundsson, og fór hann frá
Valþjófsstað að .Svínafelli. Um hans daga hefst Valþjófsstaður
mjög, sem m. a. kemur fram í pví, að kirkjan tekur höfuðkirkju
sess í Fljótsdal, þótt enn væri hún hálflandi, en krafa Þorláks
biskups vofði yfir staðnum. Fyrir og fram um daga Jóns á Val-
þjófsstað getur J>ar aðeins eins prests, Odds Gizurarsonar 1143—