Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Qupperneq 35
MÚLAÞING
33
1180, en hann er talinn á skrá Ara prests hins fróða yfir kynborna,
íslenzka presta. Er þess engin von, að hljóðlátra kirkjuþjóna geti
á ríkissetrum höfðingjanna, pegar pað kom og til, að margir
l'eirra hafa verið erlendir menn framan af. Úr skóla ísleifs og
Gizurar og síðan Jóns Ögmundssonar á Hólum voru aðeins fáir
hinna fjölmörgu kirkjupresta í hinu unga og nýkristna }>jóð-
félagi fslendinga. En svo var prestamergðin mikil, að á tveggja
alda afmæli kristninnar í landinu eru um 290 prestar í Skálholts-
biskupsdæmi.
Eigi er með öllu vitað, hvenær Jón Sigmundsson fer frá Val-
þjófsstað, en hann er enn á staðnum hinn 1. september 1201. Er
það kunnugt vegna gests, sem bar pá að garði hans. Það var
Guðmundur prestur Arason, sem var á leið af Aljhngi norður í
Skagafjörð. Hafði hann farið austur um land að heimboðum, en
orðið tafsamt sem endranær við náttúruvígslur og andalækning-
ar. Þetta var mikill dagur í lífi Guðmundar Arasonar, en ekki
j;ó til heilla, pví að pá voru norðlenzkir valdastreitumenn að
kjósa hann til biskupstignar. Þau örlagaboð voru honum flutt
viku síðar, er hann var kominn að Krossavík við Vopnafjörð, og
skyldi nú hraða för sinni heim. Biskupsdómur Guðmundar góða
er ekki að ástæðulausu talinn nokkur þáttur í sigri hins erlenda
konungsvalds á íslandi. Er það undarleg tilviljun, sem vert er, að
minnzt sé, að hann var staddur á Valþjófsstað hjá afa síðasta
goðans, þegar hann var kjörinn biskup. En J>ær málsbætur á
þessi einstæði maður kraftar hins heilaga anda, að þetta var gert
að honum forspurðum og alls óviljugum.
Þegar Jón Sigmundsson fer frá Valþjófsstað, kaupir Teitur
sonur Odds prests staðinn. Mun hann hafa verið ættmaður peirra
Valt'jófsstaðarmanna, enda Þórarinn Jónsson síðar á staðnum og
synir hans, en löngu seinna merkur frændi þeirra, síra Sigmundur
Einarsson. Var faðir hans Sigmundsson Ögmundssonar í Kirkju-
bæ, er var bróðir Helgu konu Þórarins Jónssonar. T Prestatali
er síra Sigmundur í röðum Valþjófsstaðarpresta, án föðurnafns og
tímasetningar. Ætt hans er pó kunn, en maðurinn harðla J'ekktur,
enda var hann officialis á Austurlandi um 1340, fulltrúi Skál-
holtsbiskups og fyrir öðrum klerkdómi að völdum og virðingu.
r ■ 3