Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 36
34
MÚL AÞING
Að vísu er ókunnugt, hvenær hann kemur að VaJþjófsstað, vel
getur ]?að hafa verið þegar að námi loknu, en hann fór paðan
1344, er hann varð príor í Viðeyjarklaustri. Þegar hann tók við
klaustrinu, var ]>ar sett munklífi af Benediktsreglu í stað Ágústíns,
en við dauða Sigmundar á 8 ára fresti var J>að aftur fært til fyrra
horfs.
Fjögurra annarra presta getur á Valþjófsstað á 14. öld. Presta-
tal setur fyrstan }>ann, sem á að vera síðastur, Jón nokkurn, sem
ekkert er vitað um annað en ]>að, að hans getur í Vilkinsmáldaga
og hefur verið á staðnum með síra Guðmundi Þorsteinssyni, sem
hélt Valþjófsstað 1384—1405, enda er tekið fram í máldaganum,
að 2 prestar skuli vera á staðnum. Síra Jón Ólafsson er hér prestur,
}>egar kirkjan brann 1362, og er um það vitað af }>ví, að hann
lagði fram fé til uppgerðar nýrrar kirkju. Milli hans og síra
Guðmundar Þorsteinssonar hélt síra Sturla Ormsson Valþjófs-
stað í 18 vetur og hefur komið }>angað 1366. Við kirkjubrunann
er síra Jón Ólafsson orðinn gamall og má ætla, að hann tæki við
staðnum af síra Sigmundi Einarssyni vel rosknum. Er }>á presta-
talið samfellt frá því snemma á öldinni, }>ótt verið geti, að fleiri
menn, sem nú eru með öllu gleymdir, kæmi við sögu.
Svo vel vill til, að vér kunnum skýringu á }>ví, hvernig Val-
}>jófsstaður hófst og auðgaðist um daga sumra þessara presta,
en framlags þeirra er getið í máldögum. Þannig er greint, að síra
Sigmundur hafi lagt til kirkjunnar jörð á Amaldsstöðum, en
rekahlunnindin, sem honum tókst að ná undir kirkjuna, voru
mikil í landi margra jarða í Borgarfirði og allt suður í Bása
báða fyrir utan Hjálmarsströnd í Loðmundarfirði. Mestu munaði
pó um hálfan Klyftarsand á Héraðssöndum, sem er 600 faðmar
tólfræð. — Síra Jón Ólafsson galt helming fjár til kirkjugerðar-
innar í vaðmálum og virðingarfé, en jafnvirði talin: 1 hundrað
í smíði, róðukross af (rostungs-)tönn, stór altarissteinn, kantara-
kápa, bækur nokkrar, kúgildi í geldfé, 18 ær og 5 vetra uxi.
Ólafur sonur hans lagði kirkjunni bækur og glitaðan dúk, hest
og 2 hundruð í geldfé eftir daga föður síns og hefur það verið
álag, }>cgar síra Sturla tók við, en erfingjar hans greiddu 3 hundruð
næsta presti. Þegar Vilkinsmáldagi er skráður skömmu fyrir